Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 47
FRÆÐIGREINAR
Y F I R L I T
Hverjir skrifa í Læknablaðið?
- Yfirlit yfir fræðigreinar síðustu fimm ára
Tómas
Guðbjartsson13
brjóstholsskurðlæknir
Engilbert
Sigurðsson23
geðlæknir
Höfundar eiga báðir sæti í
ritstjórn Læknablaðsins.
Lykilorð: útgáfa, vísindatímarit,
rannsóknir, yfirlitsgreinar,
sjúkratilfelli.
’Skurðlækningasviði
Landspítala,
2geðsviði Landspítala,
3læknadeild HÍ.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Tómas Guðbjartsson,
skurðlækningasviði
Landspítala Hringbraut,
101 Reykjavík.
tomasgud@landspitali. is
Ágrip
Inngangur: Á síðustu fimm árum hafa orðið
margháttaðar breytingar á Læknablaðinu samhliða
aukinni grósku í rannsóknum hér á landi.
Vinnsluferli fræðigreina hefur orðið formlegra,
ritrýni hefur verið efld og hlutfall greina sem er
hafnað hefur aukist. Þessar breytingar má að hluta
til rekja til þess að blaðið fékk inngöngu í Medline
gagnagrunninn árið 2005. Nýir efnisflokkar hafa
litið dagsins ljós sem tengjast meðal annars sögu,
fagmennsku, siðfræði og áhugamálum lækna.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir fræðigreinar
áranna 2004-2008, það er rannsóknir, yfirlits-
greinar, sjúkratilfelli og klínískar leiðbeiningar, og
þær flokkaðar eftir tegund fræðigreina og hvaða
sérgrein efnið félli best undir.
Niðurstöður: Fjöldi fræðigreina jókst á tímabilinu
en fjöldi greina hélst í kringum 20 á ári flest árin.
Hlutfall rannsóknargreina lækkaði því meðal
fræðigreina, en yfirlitsgreinum og sjúkratilfellum
fjölgaði á tímabilinu. Klínrskar leiðbeiningar hættu
að birtast í blaðinu. Framlag einstakra sérgreina til
Læknablaðsins reyndist mjög breytilegt.
Ályktun: Hvetja þarf rannsakendur úr röðum
lækna og tengdra stétta til að senda fræðigreinar
til birtingar í Læknablaðinu. Birting fræðigreina
á ensku í vefútgáfu blaðsins kann að vera góður
kostur fyrir lækna í sérnámi erlendis, sem og fyrir
suma rannsakendur á Islandi.
Inngangur
Á síðustu árum hefur verið áberandi gróska í
vísindastarfi á Islandi sem endurspeglast í stöðugri
fjölgun birtra fræðigreina.1 Aukningin hefur ekki
síst orðið innan læknisfræði en fræðigreinum
samkvæmt svokölluðum ISI-staðli2 hefur fjölgað
verulega á síðustu árum. íslendingar eru í dag á
meðal efstu þjóða í heiminum þegar talinn er fjöldi
ISI-fræðigreina á hverja 100.000 íbúa.3 Margar
þessara greina tengjast erfðafræði eða faraldsfræði,
oftar en ekki í samstarfi vísindamanna og lækna
hjá stofnunum eins og íslenskri erfðagreiningu,
Hjartavernd, Krabbameinsfélagi Islands, Land-
spítala og erlendum háskólastofnunum.4 Hafa
þessar greinar í vaxandi mæli birst í virtum vís-
indatímaritum eins og Nature, Nature Genetics og
Circulation.5-6
Þessi þróun verður að teljast jákvæð. Talað
er um vor í íslensku vísindasamfélagi.7- 8 Við
töldum áhugavert að kanna hvort aukin gróska
í birtingum fræðigreina hafi skilað sér á síður
Læknablaðsins á síðustu fimm árum. Jafnframt
fannst okkur fróðlegt að athuga hvað hinar ýmsu
sérgreinar lækninga hafa lagt af mörkum til
viðgangs blaðsins sem vísindatímarits.
Læknablaðið kom fyrst út árið 1904 og hefur
verið gefið út nær óslitið frá árinu 1915.9 Blaðið
er því eitt elsta vísindarit á íslandi. Útgáfa þess
hefur verið með hefðbundnu sniði í allmörg ár, 11
tölublöð eru gefin út á ári, annars vegar með vís-
indalegu efni, hins vegar félagslegu tengdu félags-
störfum og áhugamálum lækna. Það var stórt
framfaraskref þegar Læknablaðið var tekið inn
í Medline-gagnagrunninn árið 2005.10-11 Á árinu
2008 hafa frekari framfaraskref verið tekin. Blaðið
hefur nú fengið inngöngu í ISI-gagnagrunn-
inn2 auk þess sem Scopus-gagnagrunnurinn12
hefur óskað eftir að fá blaðið í gagnagrunn sinn
fyrir lok þessa árs.
Á síðustu árum hafa verið gerðar margvíslegar
breytingar á blaðinu og vinnsluferli þess.13 Sumar
þessara breytinga blasa við öllum lesendum, svo
sem breytt efnisyfirlit, en aðrar tengjast leiðbein-
ingum til höfunda og rýniferli fræðigreina og
eru því minna áberandi. Markmið breytinganna
hafa verið að efla ritrýni og að blaðið verði um
leið læsilegra og aðgengilegra fyrir lesendur. Auk
þess hefur verið lögð áhersla á netútgáfu blaðsins
og bryddað upp á nokkrum nýjum efnisflokkum
á síðustu árum: Mynd mánaðarins14, Læknislist og
fagmennsku15, Ljósmyndum lækna'6 og nú síðast
Siðfræðidálki17. Slíkar nýjungar eru nauðsynlegar
til að forðast stöðnun í útgáfu og útliti blaðsins.
Mikilvægast er þó blaðinu sem vísindariti að
fræðigreinar blaðsins standist kröfur vísindasam-
félagsins og þeirra gagnagrunna sem skrá efni
þess. Tilgangur rannsóknar okkar var að flokka
fræðigreinar sem birst hafa í Læknablaðinu á
síðustu fimm árum eftir sérgreinum og vekja
athygli lækna á þróun blaðsins sem vísindarits.
Horft var bæði til efnis og lykilhöfunda við flokk-
un fræðigreina.
LÆKNAblaðið 2009/95 683