Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN ómskoðun á 20. viku meðgöngu. Mörg barnanna voru með stækkað hjarta á lungnamynd og óeðlilegt hjartalínurit, oftast teikn um stækkað- an slegil. Hjá tveimur börnum sáust úrátur (rib notching) á neðri hluta rifa á röntgenmynd af lungum (mynd 1). I öllum tilvikum var greining staðfest með ómskoðun. Tíu sjúklingar, oftast þeir eldri, fóru að auki í ósæðarþræðingu (angiography) og einn í segulómun (greindur árið 2005) (mynd 2). í 30 tilfellum (83,3%) var þrengingin staðsett neðan við vinstri neðanviðbeinsslagæð en hjá 6 börnum rétt ofan við hana. Hjá tveimur sjúklingum vantaði upplýsingar um staðsetningu þrengingar. Þrýstingsfall yfir þrenginguna var að meðaltali 49 ± 13 mmHg (bil 25-83) fyrir aðgerð og 12 ± 8 mmHg (bil 0-30) eftir aðgerð (p<0,001). Algengasta aðgerðin var bein æðatenging, eða hjá 31 sjúklingi, og subclavian-flap viðgerð var gerð hjá sjö sjúklingum. Skurðaðgerðirnar tóku að meðaltali 134 ± 39 mínútur (bil 80-260) og tangartími á ósæð var 21 ± 7 mínútur (bil 11-35). Tíu sjúklingar (26%) fóru í bráðaaðgerð, oftast vegna alvarlegrar hjartabilunar og losts. Meðalaldur þeirra sem fóru í bráðaaðgerð var 11 dagar (bil 3-25 dagar). I aðeins einu tilviki þurfti að nota hjarta- og lungnavél sem tengd var í nára í samtals 109 mínútur. Það var hjá 17 ára gömlum dreng sem jafnframt var eina tilfellið þar sem notast þurfti við gerviæð (Hemashield®) til að lagfæra ósæðarþrenginguna. Fylgikvillar í aðgerð greindust hjá tveimur sjúklingum, blæðing hjá öðrum og sogæðaleki hjá hinum. í töflu III eru sýndir fylgikvillar eftir aðgerð en tímabundinn (paradoxical) háþrýstingur (n=22) og endurþrenging (n=7) voru algengastir. Vegna mistaka fékk eitt barnið lífshættulega skammta (17,2 mg/kg) af labetalóli í æð en lifði af án fylgikvilla og hefur þetta tilfelli verið birt sérstaklega.9 Enginn sjúklingur lamaðist á ganglimum eftir aðgerð og enginn hlaut skaða á vinstri raddbandataug né þindartaug. Einn Tafla III. Fylgikvillar eftir aðgerð hjá 38 sjúklingum sem fóru í skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu á Islandi 1990-2006. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % í sviga. Fjöldi (%) Háþrýstingur (tímabundinn) 22 (57,9) Endurþrenging á ósæð 7 (26,3) Hjartabilun 4 (10,5) Lungnabólga 3 (7,9) Blaeðing 2 (5,3) Skaði á armflækju 1 (2,6) Skurðsýking 1 (2,6) sjúklingur sem gekkst undir subclavian flap viðgerð hlaut skaða á vinstri armflækju (brachial plexus) sem orsakaði skerta hreyfigetu í vinstri handlegg. Endurþrenging var greind að meðaltali 35 mánuðum ± 50 (bil 0,5-145) eftir aðgerð og var meðalaldur barnanna þá 5,5 mánuðir ± 13,6 (bil 0,1-36). Öll tilfelli endurþrengingar tókst að meðhöndla með blöðruvíkkun. Endurtekna skurðaðgerð vegna endurþrengingar hefur ekki þurft að gera hjá neinum sjúklinganna en eitt barn fór í enduraðgerð vegna ósæðargúls sem greindist í kjölfar blöðruvíkkunar. Miðgildi legutíma var 9 dagar eða frá fjórum og upp í 127 daga. Allir sjúklingarnir lifðu skurðaðgerðina og við eftirlit (31. desember 2007) voru öll börnin á lífi utan eitt. Það barn lést fjórum mánuðum eftir aðgerð vegna hjartasjúkdóms (Shone's anomaly). Eins árs lífshorfur (hráar tölur) voru því 100% og 97,3% eftir fimm ár. Mynd 1. Röntgenmynd afbrjóstholi 17 ára drengs með ósæðarþrengingu. Örvarnar benda á úrátur á neðanverðum rifjum sem stafa afstækkuðum millirifjaslagæðum sem miðla blóði framhjá þrengingunni í ósæðinni. Mynd 2. Segulómmynd aftilfellinu á mynd 1. Ösæðarþrenging (ör) sést rétt handan við vinstri neðanviðbeinsslagæð. LÆKNAblaðið 2009/95 649
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.