Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 22

Læknablaðið - 15.10.2009, Síða 22
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN vegna þess að bændur með ofnæmi leiti í önnur störf og hætti búskap. Önnur skýring gæti verið sú að það að alast upp og búa í sveit stuðli að minna ofnæmi.10-11 Það var enginn munur á læknisheimsóknum bænda og samanburðarhóps vegna ýmissa lang- vinnra sjúkdóma eins og sykursýki og háþrýst- ings. Langvinnir sjúkdómar virðast ekki vera al- gengari hjá bændum en samanburðarhópi og þeir virðast leita læknis í sama mæli og aðrir.12 Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að bændur voru að jafnaði eldri en samanburðarhópur og mætti því ætla að sjúkdómar sem verða algengari með vaxandi aldri ættu að vera algengari hjá þeim og læknisheimsóknir því tíðari. Fjarvistir frá vinnu voru færri hjá bændum en samanburðarhópi og í styttri tíma. Þetta endur- speglar vinnuumhverfi bænda þar sem sinna þarf búpeningi og almennum bústörfum daglega allan ársins hring þrátt fyrir að upp komi skammvinn veikindi. Erfitt er fyrir bændur að fá afleysingu ef þeir verða veikir.13 Þær tölur sem koma hér fram geta nýst sem viðmiðunartölur um hvað eru lág- marksfjarvistir vegna veikinda í atvinnulífinu. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að heilsufar bænda virðist ekki vera verra en hjá samanburðar- hópi. Áhrif heilbrigðra starfsmanna (healthy work- ers effect) verður að teljast aðalskýring þar sem það er afar erfitt að vera sjálfstæður bóndi ef heilsan bilar að ráði.11-14 Áhrif heilbrigðra starfs- manna gæti verið til staðar ef í rannsókninni svara fleiri hraustir en veikir vegna þess að þeir veiku eru hættir (svarskekkja, response bias). Þessi mögulega skekkja myndi vanmeta tengslin þar sem þeir sem hefðu svarað væru hraust- ari og hefðu minni veikindafjarvistir en þeir sem svöruðu. Þetta truflar ekki rannsóknarspum- ingima vegna þess að ekki er verið að kanna orsakir sjúkdóma heldur kanna hvaða heil- brigðisþjónusta sé nauðsynleg í sveitum. Ein hugsanleg skýring er valskekkja (selection bias) vegna lítillar þátttöku hjá bændum í rannsókninni. Þeir sem eru með sjúkdóma (til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma) væru líklegri til að svara í slíkri könnun en þeir sem engan sjúkdóm hafa.15 Það sést ekki í þessari rannsókn að þetta sé vegna þess að bændur em með meiri einkenni og fleiri læknisheimsóknir. Ólíklegt er að um falskt jákvæð svör sé að ræða vegna þess að sjúkdómar vom ekki greindir í bændum. Margar rannsóknir hafa sýnt að tíðni hjarta- og æðasjúkdóma er lægri í bændum en í samanburðarhópi.16 Lífsstíll bænda er jákvæður með tilliti til hjarta- og æðasjúk- dóma. Rannsóknir á mataræði íslenskra bænda benda ekki til þess að það sé öðruvísi en annarra íslendinga.17'18 í starfi bænda felst mikil líkams- hreyfing sem getur stuðlað að betra heilsufari19'20 og þeir reykja sjaldnar. Styrkleikar þessarar rannsóknar eru ýmsir. Hún náði til allra íslenskra bænda og meira en helmingur þeirra tók þátt í henni. í rannsókninni eru staðlaðir spumingalistar sem notaðir hafa verið áður í íslenskum rannsóknum og era alþjóð- legir. Meðal veikleika rannsóknarinnar er lægri svar- tíðni hjá samanburðarhópi sem og að í honum eru fleiri konur og meðalaldur er lægri. Hafa þarf í huga við túlkun niðurstaðna hvernig sjúkdómar era greindir, það er að spurt er um hvort við- komandi hafi leitað meðferðar við viðkomandi vandamáli. Hér geta mörg atriði skipt máli, til dæmis hversu vel læknirinn upplýsir sjúklinginn um greininguna, hvernig sjúklingur man og upp- lifir greiningu og hversu alvarlegt vandamálið er. Einnig þarf að gera sér grein fyrir að þverskurðar- rannsókn eins og þessi gerir ekki nægilega mikið úr mikilvægi heilbrigða starfsmannsins þar sem hraustustu bændurnir era færir um og tilbúnir til að sinna bústörfum, til að vinna sjálfstætt og í krefjandi vinnuumhverfi. Spurningalistinn var víðtækur og spurt um 30 mismunandi einkenni. Því er mögulegt að mismunur geti í sumum til- vikum stafað af tilviljun. Höfundar litu svo á að allar tölfræðilegar prófanir sem kynntar eru í greininni byggðust á fyrirfram gefinni núlltil- gátu. Þetta er umdeilanlegt en beita má til dæmis svokallaðri Bonferroni-leiðréttingu til að leiðrétta fyrir fjölda prófana21 og setja marktækni við 0,002 eða minna. Samandregið sýndi rannsókn þessi lítinn mun á almennum einkennum bænda þegar þeir vora bornir saman við þá sem ekki vora bændur. Fjarvistir frá virtnu vora minni hjá bændum en samanburðarhópi. Þakkir Lára Sigurvinsdóttir fær þakkir fyrir gagnaúr- vinnslu. Eftirtaldir aðilar veittu styrk til þess- ara rannsókna: Framleiðnisjóður bænda, The University of Iowa Environmental Health Sciences Research Center (ES05605), Rannsóknaráð íslands (040465031) og Sjóður Odds Ólafssonar árið 2004. Heimildir 1. Rafnsson V, Gunnarsdottir H. Mortality among farmers in Iceland. Int] Epidemiol 1989; 18:146-51. 2. Gunnarsdottir H, Rafnsson V. Cancer incidence among Icelandic farmers 1977-1987. Scand J Soc Med 1991; 19: 170- 3. 3. Stiemström E-L, Holmber S, thelin A, Svardsudd K. A prospective study of morbidity and mortality rates among farmers and mral and urban nonfarmers. J Clin Epidem 2001; 54:121-6. 658 LÆKNAblaðið 2009/95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.