Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 58

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 58
U M R Æ Ð U R LÆKNAFÉL 0 G A G F R É T T I R_ REYKJAVÍKUR 10 0 Á R A Grunngildi lækna þá og nú - hefur nokkuð breyst? Högni Óskarsson hogni@humus.is Höfundur er geðlæknir og í undirbúningsnefnd 100 ára afmælis LR Okkur hættir dálítið til þess í nútímanum að líta svo á að á einhvern hátt stöndum við framar kollegum okkar frá fyrri tíð. Það má vissulega til sanns vegar færa að tæknilega, þegar kemur að greiningar- og meðferðarúrræðum, eru í mörgum tilvikum ljósár á milli þess hvernig læknisfræðin var stunduð fyrir 100 árum og nú er gert. Þó má líka til sanns vegar færa að grunngildi læknisins séu enn þau sömu og fyrir eitt hundrað árum, þúsund árum þess vegna. Þetta kom mér í hug þegar ég fletti í gegnum tíu fyrstu árganga Læknablaðsins um daginn, og skoðaði í framhaldi af því gögn frá aðalfundum Læknafélags íslands síðustu 20 árin (gögn Læknafélags Reykjavíkur voru illaðgengileg, því miður). Viðfangsefni lækna voru mikið til þau sömu. Eins og nú var kollegum okkar á fyrstu áratugum síðustu aldar mjög umhugað um að þjónusta við sjúklinga yrði sem best. Bygging Landspítala var forgangsmál lækna löngu áður en fyrsta skóflustungan var tekin. Sama má segja um baráttuna fyrir bættri aðstöðu lækna til sveita. Húsnæðismál voru þar víða í ólestri, launamál allt að því skelfileg og mikil fagleg einangrun. Félagar í LR skrifuðu um þetta og ályktuðu. Enn erum við að berjast fyrir bættri aðstöðu, skilvirkni í rekstri, þróun nýjunga í tækni og í rekstrarformum. Til þess að létta læknum dagleg störf í héruðum var sett fram sú hugmynd að læknar lærðu „sjúkrahjúkrun" svo þeir gætu þjálfað sveita- stúlkur til starfa. Tillagan hlaut ekki ein- róma stuðning. Einn benti á fordæmi um hjúkrunarþjónustu, sem væri rekin víða erlendis af kristilegum stofnunum. Sú hugmynd var kveðin niður snarlega með þeim rökum að trúarlíf á íslandi væri ekki þannig að hægt væri að reka hjúkrun á forsendum kristilegra samtaka! „Hjúkrunarkona" fékk svo birta grein eftir sig þar sem hún varaði við framleiðslu á illa menntuðum hjúkrunarkonum, og lagði þess í stað til að hjúkrun yrði kennd í Kvennaskólanum, síðar gæti Landspítali tekið við. Hreyfing komst á málið. Starfsumhverfi lækna var mörgum áhyggjuefni. Var meðal annars bent á það hve margir læknar létust ungir, innan við fimmtugt. í Læknablaði 1919 er löng lýsing héraðslæknis á erfiðri starfsaðstöðu, miklum ferðalögum á hestum í kulda og lélegum hlífðarfötum, með þrúgandi áhyggjur af sjúklingum sínum, sem hann þurfti oft að stunda með lítið í höndunum. Fyllti þetta hann efasemdum um eigið gagn og gildi. Er þetta lýsing á þunglyndum lækni? Eða miklu fremur lýsing á manni sem er útbrunninn í starfi vegna ónógs aðbúnaðar, stöðugrar streitu og ekki síst vegna tregðu í stuðningi yfirvalda til að skapa úrbætur? Læknar í dag eru mjög meðvitaðir um álag í starfsumhverfi sínu. Það má einnig fullyrða að stöðug barátta lækna til að hafa bein áhrif á starfsumhverfið, með stjómun og stefnumótum, sé drifin áfram, auk sannfæringarinnar um nauðsyn fagþekkingar á þessu sviði, af þeirri vitneskju að óvirkni og uppgjöf gegn valdinu sé vís vegur til að eyðileggja sjálfshvatningu og ánægju í starfi. Kollegíal fræðsla var óformleg, fór fram með greinaskrifum á síðum Læknablaðsins, samantektir voru þar úr erlendum greinum, frásagnir af ferðum á erlendar sjúkrastofnanir. Á kvöldfundum LR var kollegíal fræðsla. í því litla læknasamfélagi sem var fram eftir öldinni var mikill og brennandi áhugi og umræða um símenntun og sérfræðimenntun. Núna höfum við Fræðslustofnun lækna, fundi og ráðstefnur sérgreinafélaga, mikla fræðslu irtnan heilbrigðisstofnana, erlendir fyrirlesarar koma og læknar fara utan á ráðstefnur eða til þjálfunar. Ekki má gleyma aðgengi að alheimsþekkingunni í gegnum netið. Meiri möguleikar, andinn er sá sami Það sama má segja um almenningsfræðslu. Henni var og er beint að vandamálum samtímans. Áður voru það hollustuhættir og sóttvamir, þar með taldir kynsjúkdómar. Þeir em enn í fókus, en sérstaklega lífsstflstengd vandamál eins og offita, hreyfingarleysi, vímuefnanotkun og almenn streita. Læknar bentu á með tilvísunum í erlenda reynslu að vinnuþrælkim eins og hún tíðkaðist væri mjög afkastaletjandi; þeir hvöttu til stofmmar berklavarnarfélags; tóku upp með öðmm umræðu um stofnun Rauðakrossfélags á fslandi; settu fram áskorun um skyldukennslu í heilsufræðum í skólum landsins. Þessi viðhorf hafa haldið áfram að einkenna lækna og störf þeirra. Áfengisumræða meðal lækna fór í mjög skrýtinn farveg í upphafi bannáranna. Gerð hafði verið sú krafa til lækna utan þéttbýlis að þeir ættu alltaf vín í lyfjaskápum sínum. Rökin voru þau að 694 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.