Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 42
 FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN Enduruppbygging eftir krabbameinsaðgerðir Vefjaenduruppbygging eftir skurðaðgerðir á höf- uð- og hálssvæði hefur þróast mikið undanfarin ár og áratugi.59'63 Starfhæfni og áferð þess vefjar sem settur er í staðinn þarf að parast við þann sem tekinn var í burtu, sem dæmi ef bein er tekið er settur beinflipi í staðinn. Ávallt skyldi hafa í huga að það eru til margar leiðir að sama marki en góð regla er að velja þá leið sem er einföldust og öruggust fyrir sjúklinginn. Eftirfylgd að meðferð lokinni Sjúklingar sem gengist hafa undir meðferð við FÞKHH þurfa nána eftirfylgd. Markmið hennar er annars vegar að fylgjast með mögulegri endurkomu sjúkdómsins og annarra æxla í efri loftvegi og hins vegar að líta eftir fylgikvillum meðferðarinnar. Mælt er með sameiginlegu eftirliti háls-, nef- og eymaskurðlæknis og krabbameinslæknis á 2-4 mánaða fresti fyrstu tvö árin og síðan 4-6 mánaða fresti næstu þrjú ár. Þegar liðin eru fimm ár frá greiningu er sennilega nægilegt að fylgjast með þessum sjúklingum á árs fresti. Ekki er ljóst hvert er ákjósanlegt hlutverk myndgreiningarrannsókna að meðferð lokinni en rannsóknir benda til að JS-rannsókn þremur mánuðum eftir lok meðferðar og síðan ári eftir meðferð geti hjálpað til við að útiloka að æxlið hafi tekið sig upp á ný (neikvætt forspárgildi nálægt 100%).21 Á þeim stöðum þar sem ekki er möguleiki á að gera JS-rannsókn ætti að minnsta kosti framkvæma TS-rannsókn 4-6 mánuðum eftir að meðferð lýkur og síðan þegar einkenni og skoðun gefa tilefni til. Geislameðferð á höfuð- og hálssvæði getur valdið margvíslegum síðkomnum fylgikvillum og skerðingu lífsgæða.64 Þar má nefna skerta munnvatnsframleiðslu sem getur leitt til verulegra tannskemmda, vanstarfsemi á skjaldkirtli ef geislameðferð var beitt á háls- inn, drep í kjálkabeini og bandvefsmyndun á hálssvæði. Margir þessara sjúklinga líða fyrir næringarskort að meðferð lokinni og oft eru verulegar kyngingartruflanir sem geta leitt til ásvelginga. í sumum tilfellum er þörf á langtímanotkun magaraufunar til næringar. Mikil hjálp fylgir aðstoð næringarfræðinga og talmeinafræðinga meðan á meðferð stendur og eftir að meðferð lýkur. Niðurlag Flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði (FÞKHH) eru krabbamein sem sterklega tengjast reykingum og neyslu áfengis. Einnig virðist sem nokkur hluti þessara krabbameina tengist sýkingu af völdum human papillomavirus (HPV), sérstak- lega í þeim sem aldrei hafa reykt. Greining þessara meina er venjulega fengin með ítarlegri skoðun sérfræðings í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum. Myndgreiningarrannsóknir skipa meginhlutverk í greiningu og stigun sjúkdóms en á síðari árum hafa jáeindasneiðmyndir rutt sér til rúms í auknum mæli sem ein meginstoð greiningar og uppvinnslu. Meðferð FÞKHH er flókin og mikilvægt er að meðferðarsérfræðingar vinni náið saman að meðferð hvers og eins sjúklings. Hefðbundið teymi sérfræðinga samanstendur af háls-, nef- og eyrnalæknum með reynslu í krabbameinsaðgerðum, krabbameinslæknum og myndgreiningarsérfræðingum. Einnig skipa talmeinafræðingar verulega stóran sess í með- ferð á FÞKHH. Skurðaðgerð er enn kjör- meðferð við mörgum krabbameinum af lágu stigi en samtvinnuð meðferð með geislum og krabbameinslyfjum er notuð gegn flestum lengra gengnum meinum. í mörgum tilfellum má komast af án skurðaðgerðar en slíkt er einkar heppilegt við æxli á raddböndum eða í barkakýli þar sem oft reynist mögulegt að lækna sjúklingiim án þess að þurfi að fjarlægja barkakýlið. Að meðferð lokinni þurfa þessir sjúklingar á náinni eftirfylgd að halda til stuðnings vegna bráðra og síðkominna aukaverkana meðferðarinnar og mögulegri endurkomu meinsins. Þakkir Islensku krabbameinsskránni eru færðar þakkir fyrir að láta í té íslenskar tölur um nýgengi og lifun sjúklinga með flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði. Heimildir 1. Bames L, Eveson JW, Reichart P, Sidransky D. World Health Organization Classification of Tumours: Pathology and Genetics of Head and Neck Tumours. Lyon: IARC Press; 2005. 2. Jemal A, Siegel R, Ward E, et al. Cancer statistics, 2008. CA Cancer J Clin 2008; 58: 71-96. 3. Ferlay J, Autier P, Boniol M, Heanue M, Colombet M, Boyle P. Estimates of the cancer incidence and mortality in Europe in 2006. Ann Oncol 2007; 18: 581-92. 4. Kamangar F, Dores GM, Anderson WF. Patterns of cancer incidence, mortality, and prevalence across five continents: defining priorities to reduce cancer disparities in different geographic regions of the world. J Clin Oncol 2006; 24: 2137- 50. 5. Goldenberg D, Lee J, Koch WM, et al. Habitual risk factors for head and neck cancer. Otolaryngol Head Neck Surg 2004; 131: 986-93. 6. Pelucchi C, Gallus S, Garavello W, Bosetti C, La Vecchia C. Alcohol and tobacco use, and cancer risk for upper aerodigestive tract and liver. Eur J Cancer Prev 2008; 17: 340- 44. * 7. Boffetta P, Hecht S, Gray N, Gupta P, Straif K. Smokeless tobacco and cancer. Lancet Oncol 2008; 9: 667-75. 678 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.