Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 72
UMRÆÐUR O G FRÉTTI
TÓBAKSVARNAÞING
R
Langhættulegasta fíkniefnið
Það var greinilegur baráttuandi í fundarsal Læknafélagsins
þegar saman voru komnir yfir 70 manns víða að úr heilbrigðis-
og menntakerfinu og atvinnulífinu til að sitja tóbaksvarnaþing
Læknafélags Islands. Fyrir þingið hafði undirbúningsnefnd sent
frá sér tæpitungulausa yfirlýsingu um drápseðli tóbaksins og
kostnað heilbrigðiskerfisins og fjölmiðlar gripu þetta á lofti og
gerði Morgunblaðið þetta að aðalfrétt á forsíðu daginn fyrir þingið.
Líklega var áhrifamesta nálgun tóbaksvarnaþingsins fólgin í skýrum
skilaboðum byggðum á beinhörðum staðreyndum. Sá tími er löngu
liðinn að ræða þurfi hversu skaðlegar reykingar séu og hvort ástæða
sé til að takmarka þær enn frekar. Staðreyndirnar tala sínu máli. Það
er ekki eftir neinu að bíða.
Hávar Fram hafði komið að kostnaður samfélagsins
Sigurjónsson vegna reykinga nemur um 30 milljörðum árlega en
tekjur af sölu tóbaks eru 7 milljarðar. Ögmundur
Jónasson heilbrigðisráðherra flutti opnunarræðu
þingsins og vitnaði í frétt Morgunblaðsins og
rakti tölfræði sem fram hafði komið. Hann kvaðst
vilja taka undir orð Læknafélags íslands um
skaðsemi reykinga og tíundaði að á ári hverju
“...The opportunities provided by Global were an ideal fit for us.
To other physicians thinking of working with Global, I have
two words, ‘Do It!’” - Slierm Franz, MD
For the sabbatical of a lifetime: 0-800-8464 or doctors@gmedical.com
Global Medical Staffing, Ltd.
SA9 EXPERTS IN INTERNATIONAL LOCUM TENENS
deyja um 400 manns af völdum reykinga, tífalt
fleiri en deyja samanlagt af slysförum á landinu
árlega. Hann kvaðst ekki vilja vera jafnróttækur
og Læknafélagið og banna reykingar alfarið en
minnti á að tillögur um bann við reykingum á
veitingastöðum hafi þótt róttækar á sínum tíma.
„Ég held að fáir deili um það núna að það hafi
verið jákvætt skref."
Ögmundur varpaði fram þeirri spurningu hvað
sígarettupakkinn þyrfti að kosta til að salan stæði
alfarið undir kostnaði heilbrigðiskerfisins við
sjúkdóma af völdum reykinga. Þeirri spumingu
var svarað af síðari ræðumönnum og raunverð
sígarettupakkans sagt þurfa að vera 3000 krónur.
„Þætti það vera fölsun á neysluvísitölunni ef ég
legði til að áður en tóbakið yrði hækkað í verði þá
yrði því kippt útúr vísitölugrunninum. Þetta þarf
samfélagið að ræða, þetta þarf Alþingi að ræða og
þetta þarf ríkisstjórnin að ræða og ég ætla að sjá til
þess að svo verði gert," sagði Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra.
í kjölfar ráðherrans sigldu síðan fimm læknar
með sameiginlegt erindi þar sem útlistað var á
sláandi hátt hvernig reykingatengdir sjúkdómar
snerta allar sérgreinar læknisfræðinnar. Fyrstur
lýsti Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir
áhrifum reykinga á hin ýmsu krabbamein
og benti á að reykingar orsaki yfir 90% af
lungnakrabbameinum. „Þó er ekki nema einn af
hverjum fjórum reykingamönnum sem deyja úr
lungnakrabbameini. Þrír af hverjum fjórum deyja
úr öðrum sjúkdómum sem reykingarnar valda."
Sigurður vísaði í rannsóknir í Bandaríkjunum sem
umreiknaðar fyrir íslenskar aðstæður benda til
þess að nær 40 manns deyi árlega vegna óbeinna
reykinga. „Hvers eiga þeir að gjalda?"
Stefán Þorvaldsson lungnalæknir ræddi um
langvinna lungnasjúkdóma sem reykingar valda
og hvernig reykingar eyðileggja berkjur og pípur
í lungunum og valda því að loftskipti verða
hægari en ella og geta hreinlega endað með því að
reykingamaðurinn kafnar úr súrefnisleysi. Ekki
glæsilegar horfur það.
Karl Andersen hjartalæknir var ómyrkur í máli
og benti á að um þriðjungur þeirra sem deyja úr
reykingum deyr ótímabærum dauða, fyrir aldur
fram. Hann sagði ennfremur að um 80% þeirra sem
kæmu í hjartaþræðingu væri fólk sem annaðhvort
reykti eða hefði reykt. „Þó er ekki nema fimmti
hluti þjóðarinnar sem reykir. í Bandaríkjunum
708 LÆKNAblaðið 2009/95