Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN Flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði Geir Tryggvason1 læknir í sérnámi í háls-, nef- og eyrnaskurðlækningum Þórarinn E. Sveinsson2 sérfræðingur í lyfja- og geislameðferð krabbameina Hannes Hjartarson3 háls-, nef- og eyrnaskurðlæknir Þorvarður R. Hálfdanarson4 blóðmeina- og krabbameinslæknir Lykilorð: krabbamein, höfuð- og hálssvæði, meðferð, horfur. ’Háls-, nef- og eyrnaskurðlækningadeild háskólaspítalans í lowa, 2geislameðferð krabbameina, Landspítala Hringbraut, 3háls-, nef- og eyrnaskurðdeild Landspítala Fossvogi, 4krabbameinslækningadeild háskólaspítalans í lowa. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Þorvarður R. Hálfdanarson, krabbameinslækningadeild háskólaspítalans í lowa, 200 Hawkins Drive, lowa City, IA 52242, USA. Sími: 319-356-7407. thorvardur-halfdanarson@ uiowa.edu Ágrip Flöguþekjukrabbamein á höfuð- og hálssvæði eru nokkuð algeng og tengist tilurð þeirra sterklega reykingum og áfengisneyslu. Aðrir áhættuþættir eru sýkingar af völdum human papillomavirus. Meðferð þessara æxla kallar á samstarf margra sérgreina eigi góður árangur að nást. í gegnum tíðina hafa skurðaðgerðir og geislameðferð verið meginstoð meðferðar en á síðastliðnum áratug hefur samtvinnuð geisla- og lyfjameðferð leikið æ stærra hlutverk, sérstaklega gegn sjúkdómi á hærra stigi. Eigi greining sér stað á lægri stigum sjúkdómsins eru horfur tiltölulega góðar. Útbreiddur sjúkdómur hefur slæmar horfur og hafa framfarir í meðferð á því stigi verið takmarkaðar. Á síðari árum hafa orðið umtalsverðar breytingar á meðferð þessara æxla og eru þær framfarir hvatinn að þessari grein. Faraldsfræði Krabbamein á höfuð- og hálssvæði eru nokkuð algeng og er yfirgnæfandi meirihluti þeirra af flöguþekjugerð (FÞKHH).1 Meðalaldur við greiningu er um 60 ár og karlar eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með FÞKHH en konur. Hærra nýgengi hjá körlum má sennilega rekja til þess að þeir eru líklegri til að reykja og nota áfengi í óhófi. Á árunum 2001-2005 var árlegt nýgengi krabbameins í barkakýli 2,2/100.000 hjá íslenskum körlum en 0,7/100.000 hjá íslenskum konum. Krabbamein í vör og munnholi voru nokkru algengari eða 4,4/100.000 hjá körlum en 2,0/100.000 hjá konum. Búist er við meira en 47.500 nýjum tilfellum í Bandaríkjunum árið 2008 og reikna má með að meira en 11.200 látist af völdum sjúkdómsins.2 í Evrópu var áætlað að allt að 130.000 ný tilfelli hefðu greinst árið 2006 og um væri að ræða 7% allra greinda krabbameina.3 Á heimsvísu var talið að meira en 477.000 tilfelli af FÞKHH yrðu greind í körlum en 167.000 í konum.4 Það má því sjá að þetta er umfangsmikið vandamál á heimsvísu þó að tilfellin hérlendis séu frekar fá. Áhættuþættir Tóbaksreykingar og áfengisneysla eru talin skýra verulegan hluta allra tilfella FÞKHH og hefur verið áætlað að áhættan sé allt að fertugföld ef saman fara verulegar reykingar og óhófleg neysla áfengis.5 Tengsl við reykingar eru mun sterkari en tengslin við áfengisneyslu og áhættan er mest ef reykingar og áfengisneysla fara saman.6 Áfengisneysla ein sér virðist einnig vera sjálfsstæður áhættuþáttur en ekki eins afgerandi og reykingar. Munn- og neftóbaksnotkun hefur einnig verið tengd FÞKHH en tengsl reyklauss tóbaks við krabbamein virðast veigaminni en tengsl reyktóbaks.7 Léleg tannhirða er einnig álitin áhættuþáttur. Sjúklingum með sögu um FÞKHH er hættara við endurteknum krabbameinum á höfuð- og hálssvæði ásamt öðrum illkynja sjúk- dómum tengdum sömu áhættuþáttum, sérstak- lega lungnakrabbameini og vélindakrabbameini og endurspeglar það víðtæk krabbameinsvald- andi áhrif tóbaksreyks á slímhúðir loft- og meltingarvegar (field cancerization).8-9 Á undan- förnum árum hefur komið í ljós að sýkingar af völdum human papillomavirus (HPV), sérstaklega sermigerð (serotype) 16 og 18 eru sterkur áhættuþáttur FÞKHH og sennilega skýringin í mörgum þeim tilfella þar sem reykingum og áfengisdrykkju er ekki til að dreifa.10-11 Svo virðist sem HPV tengdum FÞKHH fari fjölgandi og þau kunni að hafa betri horfur en þau æxli sem ekki tengjast HPV.12-13 HPV-sýkingar virðast vera sérstaklega tengdar krabbameinum í munnholi og koki en síður í barkakýli.11 Einkenni Sjúklingar með FÞKHH leita til læknis vegna ýmissa einkenna og ræður staðsetning og út- breiðsla meinsins þar mestu. Krabbamein í munnholi koma oftast fram sem sár sem gróa ekki eða fyrirferð. Verkir eru algengir og geta bent til þess að meinið sé vaxið inn í taugar. Einnig geta þau haft áhrif á hreyfingu tungu með kyngingarerfiðleikum og þá um leið áhrif á næringarinntöku með tilheyrandi þyngdartapi. Séu meinin vaxin inn í kjálkabein geta lausar LÆKNAblaöið 2009/95 671
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.