Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 77

Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 77
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR TÓBAKSVARNAÞING Faraldur eða frjálst val? Hugleiðingar um siðfræði og tóbaksreykingar Ástríður Stefánsdóttir Læknir og MA í heimspeki við menntavisindasvið Hl. astef@hi.is Erindið haldið á tóbaksvarnaþingi 11. september 2009 I j i > Það er betra að vera heilbrigður en veikur eða dauður. Það er upphaf og endir á einu raunverulegu rökunum fyrir forvörnum í læknisfræði. Og þau nægja.1 Þessi rök eru býsna sterk og virðast réttlæta nánast hvaða aðgerðir sem er í þeim tilgangi að bæta almertna heilsu og draga úr ótímabærum dauða í samfélaginu. Spurning tóbaksvarnaþingsins er einmitt af þessum toga: hvaða samfélagsaðgerðum er réttlætanlegt að beita til að hindra veikindi og ótímabæran dauða? Skipuleggjendur þingsins segja að líta megi á reykingar sem faraldur. Þær séu í raun „berklar 21. aldarinnar". Kemur sú fullyrðing til af því að reykingar eru algengar og í um helmingi tilfella eiga þær beinan eða óbeinan þátt í að sá sem reykir deyr ótímabærum dauða vegna sjúkdóma sem rekja má til reykinga. Er tóbaksnotkun því orsök að svo mikilli heilsuvá hjá fjölda fólks að réttlætanlegt þykir að líkja þessu við einn mannskæðasta sjúkdóm síðustu aldar hérlendis, berkla. Það voru ekki síst róttækar samfélagslegar breytingar sem urðu til þess að hindra smit berklanna og útbreiðslu. Fremur en að beina sjónum að sérhverjum sem reykir og reyna að fá hann til að hætta hefur sú hugmynd komið fram hvort ekki sé réttara að beita öflugum samfélagslegum aðgerðum til að draga úr neyslu tóbaks. Eitt af því sem lagt er til er bann á sölu tóbaks. í krafti þess yrði aðgengi að efninu væntanlega takmarkað og þannig mætti ná tíðni reykinga enn frekar niður. Sölubann Það sem mælir þó gegn þeirri hugsun er að með banni á sölu tóbaks er í raun verið að meina þeim sem óska eftir því að reykja að gera það. í tilfellum þar sem reykingamaður gætir þess að stuðla ekki að óbeinum reykingum og þar með að valda skaða á þeim sem næst honum standa má segja að reykingarnar varði fyrst og fremst hann sjálfan. Ef við gefum okkur einnig að allur þorri fólks sé vel upplýstur um skaðsemi reykinga eru reykingar og það að byrja að reykja val sérhvers einstaklings. í vestrænum lýðræðissamfélögum er mikil áhersla á að standa vörð um val okkar á því hvemig við högum lífi okkar og hvaða áhættur við tökum í lífinu. Okkur leyfist að taka þær svo fremi sem við sköðum ekki aðra. Slíkt val er okkur mikilvægt og þrátt fyrir allt undirstaða þess að við séum ábyrgar siðferðisverur en ekki strengjabrúður utanaðkomandi valds. Þetta er undirstaða þess að við getum mótað okkar eigin persónuleika og stýrt eigin lífi. Það að banna reykingar gæti því verið dæmi um árás á frelsi einstaklingsins til að lifa lífinu á þann máta sem hann helst kýs. Margir myndu samt segja að vissulega væri hægt að setja fólki skorður og banna þeim að kaupa tóbak því þeir sem það nota væru vísvitandi að eyðileggja líf sitt, það væri ekki þeirra einkamál. Það sé ekki þeirra einkamál vegna þess að þegar þeir veikjast sé það á ábyrgð samfélagsins að greiða fyrir þeirra lækningu. Þeir (og raunar allir þegnar samfélagsins) hafi því skyldur til að lágmarka þessa áhættu. Þó að vissulega hafi þeir sem þetta segja eitthvað til síns máls virðist mér engu að síður að rökin séu ekki nógu góð. Fjölmargt í lífi okkar er áhættusamt en við gerum það þó. Sú stefna að krefjast þess að við lifum öll eins áhættulausu lífi og hægt er til að lágmarka ríkisútgjöld til heilbrigðismála er einfaldlega óbærileg. Reykingar eru hér einungis einn þáttur af mörgum. Spyrja mætti hvort ekki væri þá einnig rétt að banna sölu áfengis ef þessi rök eiga að halda. Sumir telja að áfengi sé orsök allt að 10% dauðsfalla hjá fullorðnum í vestrænum löndum.1 Eru þá ónefndir einstaklingar og fjölskyldur sem glíma við andlega streitu og vanlíðan tengda neyslu áfengis hjá nánum ættingja. Víst er að skaðsemi áfengis er óumdeilt, og að bann við sölu á því myndi hafa víðtæk áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu landsmanna. Sama má einnig segja um segja um sykur og óhóflega sykurneyslu. Hegðun og neysla Fjölmargir þættir í hegðun okkar og neyslumynstri eru þannig að það væri til mikilla bóta fyrir lýðheilsu landsmanna að banna sölu á tilteknum afurðum. Slíkt er þó ekki gert. Það sem vafalaust skiptir þar máli er að stjórnvöld og stefnur stórra hreyfinga einsog Evrópusambandsins hafa tilhneigingu til að vernda fremur framleiðendur vörunnar en að huga að heilsu neytenda.1 En það er þó einnig önnur hugsun: hvað ef sala á tóbaki, áfengi og vörum með hátt sykurinnihald væri bönnuð? Gætum við farið þessa leið til að hindra að þjóðin veiktist af alvarlegum sjúkdómum? Og LÆKNAblaðið 2009/95 713
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.