Læknablaðið - 15.10.2009, Blaðsíða 55
Ú R
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Birna Jónsdóttir
röntgenlæknir
birna@lis.is
Stjórn LÍ
Birna Jónsdóttir,
formaöur
Þórarinn Guðnason,
varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir,
gjaldkeri
Sigríður Ó. Haraldsdóttir,
ritari
Kristján G. Guðmundsson
Ragnar Gunnarsson
Sigurður Böðvarsson
Valentínus Þór
Valdimarsson
Valgerður Rúnarsdóttir
í pistlunum Úrpenna
stjórnarmanna LÍ birta
þeir sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Heiðrum Læknafélag
Reykjavíkur 100 ára
„Samfélag er hópur fólks sem býr saman í
skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur
samskipti hvert við annað myndar samfélag, og
samfélögin geta verið bæði lítil og stór. Minnstu
samfélögin sem maður tilheyrir eru fjölskyldan
og vinahópurinn. Næst kemur sveitarfélagið, þá
Island, Evrópa og loks alheimssamfélagið sem
allir íbúar jarðar eru hluti af."1
Læknafélag Islands (LI) er samfélag næstum
allra þeirra einstaklinga sem eru á skrá
Landlæknisembættis yfir lækna. í skránni eru
tilteknar upplýsingar um alla lækna sem hafa
lækningaleyfi á Islandi og læknanema á 4., 5.
og 6. ári. Fjölmargir þessara lækna eru tengdir
fjölskyldu- og vinaböndum. Meirihluti íslenskra
lækna býr á suðvesturhomi landsins og tilheyrir
svæðafélaginu Læknafélag Reykjavíkur (LR) sem
um þessar mundir heldur upp á 100 ára afmæli
sitt.
Þó svo að flestir læknar sæki sér framhalds-
menntun innan Evrópu hefur stór hluti farið vestur
um haf sömu erinda. Islenska læknasamfélagið er
alheimssamfélag í skilningi félagsfræðingsins. Er
samfélag „summan af einstaklingunum sem þar
eru" eða „einnig einhvers konar þjóðarsál?" spurði
Astríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur
í erindi sínu á tóbaksvarnaþingi LÍ þann 11.
september 2009.2
Læknar hafa valið seinni kostinn. Við gerum
það með læknaeiðnum, sem er alþjóðlegur og við
gerum það með siðareglum LÍ, þar sem við beitum
jafningjaþrýstingi.
Móðurfélagið LR heldur samkvæmt hefð enn
því hlutskipti að gera samning um greiðslur fyrir
læknisverk sjálfstætt starfandi lækna. Samn-
ingurinn er við Sjúkratryggingastofnun Islands.
LÍ hefur hins vegar sem stéttarfélag ákveðnum
lögbundnum skyldum að gegna. Kjarasamningur
sem gerður er milli stéttarfélagsins og ríkisins
um kaup og kjör, kveður almennt á um kaup,
vinnutíma, uppsagnarfrest, orlof og greiðslur í
veikindum.
„Einu ákvæði laganna um stéttarfélög og
vinnudeilur, sem lúta að efni kjarasamninga eru
ákvæði 6.gr. um gildistíma og uppsagnarfrest."3
Hve mikið sem við viljum að meira af þeim
sérkjörum sem við sem einstaklingar höfum
náð við okkar vinnuveitendur væru lögvarin,
verðum við að samþykkja að svo er ekki. Ef
stéttarfélag gerir samning þar sem stór hluti kjara
eru einstaklingsbundin, eins og læknar gerðu
2006 getur vinnuveitandi sagt upp tilteknum
hluta ráðningarsamnings án þess að um lögbrot
sé að ræða. Það þarf þó að vera alveg skýrt
hvað af verkefnum sem áður var greitt fyrir vilji
vinnuveitandi ekki lengur fá unnin. Hver er helsti
styrkur lækna í baráttunni um kjör sín? Sem
einstaklingar vitum við að við erum gjaldgeng um
víða veröld. Fjölskyldan sem næst okkur stendur
er annar áhrifamesti örlagavaldur einstaklingsins
og ræður miklu um okkar gerðir. Þess vegna
velja læknar flestir, sem komnir eru heim að
námi loknu, að vera áfram heima. Samfélagsleg
ábyrgð okkar bindur okkur líka tryggum böndum
við heimahaga. I lögum LI segir m.a. að
tilgangur félagsins sé að beita sér fyrir bættu
heilsufari landsmanna og virma að stefnumótun í
heilbrigðismálum. Það er bjargföst skoðun stjómar
LÍ að hornsteinn íslensku heilbrigðisþjónustunnar
felist í vel menntuðum læknum, sem kjósa sér
að starfa á Islandi. Við geram ekki minni kröfur
til okkar sjálfra en þess sem við ætlumst til
af viðsemjendum okkar. Við þjónum íslenska
samfélaginu af sömu trúmennsku og við ræktum
fagmennsku okkar og færni. Ábyrgð stjórnvalda
á að vera þeim fullljós, það er enginn sparnaður
falinn í því að skera niður heilbrigðisþjónustu á
krepputímum.
LR ól af sér LÍ 1918 frostaveturinn mikla. Þá
steðjaði að mikil ytri vá. í öruggum móðurfaðmi
hvílir nírætt afkvæmið, svo þannig, að vera
jafnvel ekki sjálfstætt. Þegar hugað er að æðstu
valdastofnun okkar, aðalfundi LÍ þangað sem
stjómin sækjir umboð sitt, má sjá að af 60
aðalfundarfulltrúum era 39 úr LR. Sá grunnur
sem skipulag LÍ byggist á er frá árinu 1952 og
var þá ákveðið að landfræðileg svæðafélög væru
náttúruleg undirstaða fulltrúalýðveldis. Er kom-
inn tími til að huga að gagngerri endur-
skipulagningu? I fullri vissu um að móðurfélagið
umberi tilraunir okkar til endurskipulagningar
óskum við öllum íslenskum læknum og öðrum
landsmönnum til hamingju á aldarafmælinu,
heiðrum LR með þátttöku í hátíðardagskrá.
1. Gíslason . „Hvað er samfélag?" Vísindavefurinn 5.1.2006.
2. Stefánsdóttir Á. Faraldur eða frjálst val? Hugleiðingar um
siðfræði og tóbaksreykingar. Læknablaðið 2009; 95: 713-7
3. Júlíusdóttir LV. Stéttarfélög og vinnudeilur. Alþýðusamband
íslands, Reykjavík 1995:101.
LÆKNAblaðið 2009/95 691