Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 13

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 13
FRÆÐIGREINAR YFIRLITSGREIN ómskoðun á 20. viku meðgöngu. Mörg barnanna voru með stækkað hjarta á lungnamynd og óeðlilegt hjartalínurit, oftast teikn um stækkað- an slegil. Hjá tveimur börnum sáust úrátur (rib notching) á neðri hluta rifa á röntgenmynd af lungum (mynd 1). I öllum tilvikum var greining staðfest með ómskoðun. Tíu sjúklingar, oftast þeir eldri, fóru að auki í ósæðarþræðingu (angiography) og einn í segulómun (greindur árið 2005) (mynd 2). í 30 tilfellum (83,3%) var þrengingin staðsett neðan við vinstri neðanviðbeinsslagæð en hjá 6 börnum rétt ofan við hana. Hjá tveimur sjúklingum vantaði upplýsingar um staðsetningu þrengingar. Þrýstingsfall yfir þrenginguna var að meðaltali 49 ± 13 mmHg (bil 25-83) fyrir aðgerð og 12 ± 8 mmHg (bil 0-30) eftir aðgerð (p<0,001). Algengasta aðgerðin var bein æðatenging, eða hjá 31 sjúklingi, og subclavian-flap viðgerð var gerð hjá sjö sjúklingum. Skurðaðgerðirnar tóku að meðaltali 134 ± 39 mínútur (bil 80-260) og tangartími á ósæð var 21 ± 7 mínútur (bil 11-35). Tíu sjúklingar (26%) fóru í bráðaaðgerð, oftast vegna alvarlegrar hjartabilunar og losts. Meðalaldur þeirra sem fóru í bráðaaðgerð var 11 dagar (bil 3-25 dagar). I aðeins einu tilviki þurfti að nota hjarta- og lungnavél sem tengd var í nára í samtals 109 mínútur. Það var hjá 17 ára gömlum dreng sem jafnframt var eina tilfellið þar sem notast þurfti við gerviæð (Hemashield®) til að lagfæra ósæðarþrenginguna. Fylgikvillar í aðgerð greindust hjá tveimur sjúklingum, blæðing hjá öðrum og sogæðaleki hjá hinum. í töflu III eru sýndir fylgikvillar eftir aðgerð en tímabundinn (paradoxical) háþrýstingur (n=22) og endurþrenging (n=7) voru algengastir. Vegna mistaka fékk eitt barnið lífshættulega skammta (17,2 mg/kg) af labetalóli í æð en lifði af án fylgikvilla og hefur þetta tilfelli verið birt sérstaklega.9 Enginn sjúklingur lamaðist á ganglimum eftir aðgerð og enginn hlaut skaða á vinstri raddbandataug né þindartaug. Einn Tafla III. Fylgikvillar eftir aðgerð hjá 38 sjúklingum sem fóru í skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu á Islandi 1990-2006. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % í sviga. Fjöldi (%) Háþrýstingur (tímabundinn) 22 (57,9) Endurþrenging á ósæð 7 (26,3) Hjartabilun 4 (10,5) Lungnabólga 3 (7,9) Blaeðing 2 (5,3) Skaði á armflækju 1 (2,6) Skurðsýking 1 (2,6) sjúklingur sem gekkst undir subclavian flap viðgerð hlaut skaða á vinstri armflækju (brachial plexus) sem orsakaði skerta hreyfigetu í vinstri handlegg. Endurþrenging var greind að meðaltali 35 mánuðum ± 50 (bil 0,5-145) eftir aðgerð og var meðalaldur barnanna þá 5,5 mánuðir ± 13,6 (bil 0,1-36). Öll tilfelli endurþrengingar tókst að meðhöndla með blöðruvíkkun. Endurtekna skurðaðgerð vegna endurþrengingar hefur ekki þurft að gera hjá neinum sjúklinganna en eitt barn fór í enduraðgerð vegna ósæðargúls sem greindist í kjölfar blöðruvíkkunar. Miðgildi legutíma var 9 dagar eða frá fjórum og upp í 127 daga. Allir sjúklingarnir lifðu skurðaðgerðina og við eftirlit (31. desember 2007) voru öll börnin á lífi utan eitt. Það barn lést fjórum mánuðum eftir aðgerð vegna hjartasjúkdóms (Shone's anomaly). Eins árs lífshorfur (hráar tölur) voru því 100% og 97,3% eftir fimm ár. Mynd 1. Röntgenmynd afbrjóstholi 17 ára drengs með ósæðarþrengingu. Örvarnar benda á úrátur á neðanverðum rifjum sem stafa afstækkuðum millirifjaslagæðum sem miðla blóði framhjá þrengingunni í ósæðinni. Mynd 2. Segulómmynd aftilfellinu á mynd 1. Ösæðarþrenging (ör) sést rétt handan við vinstri neðanviðbeinsslagæð. LÆKNAblaðið 2009/95 649

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.