Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 25

Læknablaðið - 15.10.2009, Page 25
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Bein útgjöld íslenskra heimila vegna heilbrigðismála Ágrip Rúnar Vilhjálmsson félagsfræðingur Lykilorð: bein heilbrigðisútgjöld heimila, þjóðfélagshópar, þjónustunotkun, aðgengi að þjónustu. Hjúkrunarfræðideild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Rúnar Vilhjálmsson, Háskóla íslands, Eirbergi, Eiríksgötu 34,101 Reykjavík. runarv@hi.is Tilgangur: Heilbrigðisútgjöld heimila hafa áhrif á aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróun heil- brigðisútgjalda heimilanna og hvort ákveðnir hópar verðu hærri upphæðum og hefðu meiri kostnaðarbyrði en aðrir. Efniviður og aðferðir: Byggt er á tveimur heil- brigðiskönnunum sem fóru fram árin 1998 og 2006 meðal þjóðskrárúrtaks 18-75 ára íslendinga. Heimtur voru 69% í fyrri könnuninni (N=1924) og 60% í þeirri síðari (N=1532). Meðalútgjöld heimila vegna heilbrigðismála og kostnaðarbyrði (hlutfall heilbrigðisútgjalda af heimilistekjum) voru borin saman milli hópa og ára. Niðurstöður: Raunútgjöld heimila vegna heil- brigðismála jukust um 29% frá 1998 til 2006. Stærstu útgjaldaliðir 2006 voru lyf og tann- læknisþjónusta. Kostnaðarbyrðin var þyngst meðal kvenna, yngra og eldra fólks, einhleypra og fráskilinna, minni heimila, fólks utan vinnumarkaðar og atvinnulausra, fólks með litla menntun og lágar tekjur, langveikra og ör- yrkja. Samanburður á kostnaðarbyrði 1998-2006 sýnir versnandi stöðu ungs fólks, skólafólks, atvinnulausra og fólks með minnsta menntun, en batnandi stöðu eldra fólks, ekkjufólks og barnaforeldra. Ályktun: Verulegur munur er á útgjöldum og útgjaldabyrði vegna heilbrigðisþjónustu eftir hópum. Endurskoða þyrfti tryggingavernd í heil- brigðiskerfinu og huga sérstaklega að öryrkjum, fólki utan vinnumarkaðar, lágtekjufólki og ungu fólki. Inngangur Undanfarna áratugi hefur heildarkostnaður við heilbrigðisþjónustu vaxið víðast hvar á Vesturlöndum, hvort sem miðað er við kostnað á mann á föstu verðlagi eða hlutfall kostnaðar af landsframleiðslu. Síðustu ár hefur hægt á kostnaðaraukningu flestra vestrænna heilbrigðiskerfa þótt kostnaðurinn aukist áfram í langflestum þeirra.1 Opinber útgjöld vestrænna ríkja vegna heilbrigðismála hafa aukist síðustu áratugi þótt almertnt hafi dregið úr opinberum vexti síðustu ár. Hið opinbera ber þó áfram langstærstan hluta heilbrigðisútgjaldanna í flestum ríkjanna og í öll- um nema tveimur (Bandaríkjunum og Mexíkó) stendur hið opinbera undir meirihluta kostn- aðarins.1 Vaxandi hlutur heilbrigðismála í opin- berum útgjöldum hefur víða torveldað stjórn- völdum að ná jafnvægi í rekstri hins opinbera. Meðal annars hefur verið brugðist við með auknu aðhaldi í fjárveitingum til heilbrigðisstofnana, takmörkun á framboði þjónustu (til dæmis rekstri biðlista), einkavæðingu, endurskoðun á greiðsluþátttöku hins opinbera og aukinni þátt- töku sjúklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónust- una.2 Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda eru meðal ástæðna þess að bein heilbrigðisútgjöld heimilanna hafa aukist innan margra vestrænna ríkja.1' 2 Því hafa vaknað spurningar um hvort aðgengi að heilbrigðisþjónustunni sé í reynd jafnt eða hvort vaxandi ójafnaðar gæti í þjónustunni. Erlendar rartnsóknir benda til að aukin bein útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu og skert tryggingavernd fækki læknaheimsóknum og spítalainnlögnum.3'5 Á íslandi hefur hlutfall heilbrigðisútgjalda af vergri landsframleiðslu hækkað síðustu áratugi, en lækkaði þó frá 2000 til 2006, einkum vegna aukinnar landsframleiðslu. Árið 2006 námu heildarútgjöld til heilbrigðismála á íslandi 9,1% af vergri landsframleiðslu og var ísland í 10.- 11. sæti OECD-ríkja. Sama ár nam hlutfall hins opinbera í heilbrigðisútgjöldum á íslandi 82% og var ísland í sjötta sæti OECD-ríkjanna í opinberu hlutfalli heilbrigðisútgjalda.1 íslenska heilbrigðiskerfið er að grunni til félagslegt kerfi (socialized health system). Meginmarkmið slíkra kerfa er að þegnarnir hafi jafnan og greiðan aðgang að þjónustunni.6-7 í lögum um heilbrigðisþjónustu á íslandi segir meðal annars í fyrstu grein að markmiðið sé að „allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði".8 Þá segir í íslenskri heilbrigðisáætlun til ársins 2010 að samstaða sé um það hér á landi „að heilbrigðisþjónustan sé að mestu leyti kostuð af LÆKNAblaðið 2009/95 661

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.