Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 12

Læknablaðið - 15.10.2009, Side 12
FRÆÐIGREIN YFIRLITSGR A R E I N Tafla I. Aðrir meðfæddir hjartagallar hjá börnum sem gengust undir skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu á Islandi 1990-2006. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og % í sviga. n (%) Tvíblaða ósæðarloka 25 (65,8) Op á milli slegla (VSD) 12(31,5) Opin fósturæð (PDA) 11 (28,9) Vanþroska aortabogi (hypoplastic aortic aroh) 8(21,1) Míturlokuleki 4(10,5) VSD = Ventricular septal defect, PDA = patent ductus arteriosus og 24 stúlkur (hlutfall drengja/stúlkna 1,8, p=0,03). Af þessum 67 börnum gengust 38 undir skurðaðgerð á íslandi, 22 drengir og 16 stúlkur, og er það efniviður þessarar afturskyggnu rannsóknar. Meðalaldur við aðgerð var 35 ± 58 mánuðir og var yngsta barnið þriggja daga gamalt og það elsta 17 ára. Sautján sjúklingum sem gengust undir skurðagerð erlendis á sama tímabili var sleppt og sömuleiðis 12 sjúklingum sem ekki gengust undir skurðaðgerð og eingöngu var fylgt eftir. Tilfelli fundust í gegnum greiningar- og aðgerðaskrár Landspítala og voru upplýsingar um sjúklinga fengnar úr sjúkraskrám. Skráðar voru eftirfarandi breytur; aldur við aðgerð, aðrir meðfæddir gallar, einkenni, teikn og rannsóknarniðurstöður við greiningu, ábending fyrir aðgerð, tegund og tímalengd aðgerðar, tímalengd lokunar á ósæð (tangartími), fylgikvillar í og eftir aðgerð og afdrif sjúklinga. Skurðdauði (operative mortality) var skilgreindur sem andlát innan 30 daga frá skurðaðgerð. Endurþrenging var skilgreind sem >20 mmHg þrýstingsfall (mælt með doppler) yfir æðatenginguna á ósæð. Tímabundinn háþrýst- Tafla II. Einkenni og teikn 38 barna eftir greiningaraldri, sem gengust undir skurðaðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu á Islandi 1990-2006. Sjúklingar geta haft fleiri en eitt einkenni samtímis. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga. ___________________ Einkenni <1 árs (n=22) 21 árs (n=16) Alls (n=38) Mæði í hvíld 14 2 16 Þreyta við áreynslu/skert þol 0 7 7 Óværð/slappleiki 6 2 8 Sviti 5 1 6 Höfuðverkur 0 2 2 Engin einkenni 3 5 8 Teikn Hjartaóhljóð við hlustun 17 16 33 Enginn/veiklaður nárapúls 17 15 32 Hjartabilun 12 0 12 Mismunur á blóðþr. í handlegg og fótlegg 11 11 22 Stækkuð lifur 7 0 7 Hár blóðþrýstingur 3 8 11 ingur eftir aðgerð (early postoperative eða paradoxical hypertension) var skilgreindur sem alvarlegur háþrýstingur (>35 mmHg aukning í slagbilsþrýstingi) á fyrstu viku eftir aðgerð sem síðan gekk til baka. Skurðaðgerðirnar voru framkvæmdar í gegn- um brjóstholsskurð vinstra megin, nánar tiltekið á milli 3. og 4. rifbeins (lateral thoracotomy). Töng- um var komið fyrir á ósæðinni sín hvorum megin þrengingarinnar og hún síðan fjarlægð. Endarnir voru annaðhvort tengdir saman með beinni æðatengingu (extended end-to-end anastomosis) eða svokallaðri subclavian flap viðgerð, en þá er skorið upp í vinstri neðanviðbeinsslagæð (left subclavian artery) og hún vafin inn í ósæðar- tenginguna til að gera tenginguna víðari. 1 einu tilfelli þurfti að nota hjarta- og lungnavél. Sjúklingarnir voru hafðir á gjörgæslu yfir nótt en voru síðan færðir á legudeild Barnaspítala Hringsins. Athugað var hverjir sjúklinganna væru á lífi samkvæmt Þjóðskrá Hagstofu íslands þann 31. mars 2009 (hráar lífshorfur). Eftirlitstími var að meðaltali 9,7 ± 4,2 ár. Við tölfræðilega útreikninga var notast við t-próf og Fisher/Exact próf og miðast marktæki við p-gildi undir 0,05. Áður en rannsóknin hófst fengust öll tilskilin leyfi frá Siðanefnd Landspítala, Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og forstjóra Landspítala. Niðurstöður Af 38 börnum sem gengust undir skurðaðgerð á íslandi voru tvö með jákvæða fjölskyldusögu um meðfædda ósæðarþrengingu (1. eða 2. gráðu ættingjar). Fjögur böm greindust með sjúkdómsheilkenni, eitt hvert með heilkenni: Turner, Arnold-Chiari og Williams. Aðrir með- fæddir hjartagallar greindust hjá 33 sjúklingum (86,8%), þar sem tvíblaðka ósæðarloka, op á milli slegla og opin fósturæð voru algengust. Yfirlit yfir aðra hjartagalla og tíðni þeirra er sýnd í töflu I. Helstu einkenni eru sýnd í töflu II. Af 22 börnum undir eins árs aldri greindust 19 (86,4%) vegna einkenna ósæðarþrengingar, oftast vegna mæði og slappleika. Hjá eldri börnum (al árs) greindust 7 af 16 (43,8%) vegna þreytu við áreynslu, aðallega í ganglimum. Algengustu teikn hjá báðum hópunum voru óhljóð við hjartahlustun og daufur eða upphafinn nárapúls. Önnur teikn eru sýnd í töflu II. Átta börn (21,1%) greindust fyrir tilviljun, þar af vom fimm sem voru eldri en eins árs. Algengasta ástæða tilviljanagreiningar voru veiklaðir nárapúlsar sem fundust við ungbamaeftirlit eða skólaskoðun. Eitt tilfelli greindist við mæðraeftirlit þegar gerð var 648 LÆKNAblaðið 2009/95

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.