Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Qupperneq 47
LJUFT ER AÐ LATA SIG DREYMA
Astarsagnahöfundarnir váta vel um þá fordóma sem einkennt hafa við-
horf fólks til bókmenntanna sem þeir skrifa. Konumar sem skrifa í bók-
ina Háskalegir karlar ... em flestar háskólamenntaðar í listasögu, ensku
eða bókmenntafræðum, þær gjörþekkja ástarsagnahefðina og leggja
mikinn metnað í að fylgja hermi en skapa um leið sinn sérstaka stíl.
Margar þeirra hafa fengið bókmenntaverðlaun innan greinarinnar, em
metsöluhöfundar og hafa boðskap að flytja bókmenntafræðingunum.
Þannig skrifa þær Linda Barlow og Jayne Ann Krentz grein sem heit-
ir „Undir yfirborðinu. Faldir lyklar að ástarsögum“.19 Þær fjalla þar um
mál og stíl ástarsagnanna. Þær segja að þeim sé það ekkert kappsmál að
skrifa flatan, lágkúmlegan og fáránlegan stíl. Aftur á móti sé það mark-
mið þeirra að skrifa tilfinningaþrunginn, jafnvel ýktan stíl, með vísunum
til erkitýpa, goðsagna og fastmótaðra klisja. Það þýði ekki að skamma
ástarsagnahöfunda fyrir að skrifa svona prósa, þetta sé einfaldlega tungu-
mál bókmenntagreinarinnar.
Hann vafði hana örmum og tók fegins hendi á móti hinni
raunverulegu Josie. Aðeins þessi stund skipti máli [...] að
snerta varir hennar [...] sjá fyrirheitin í augum hennar. Hvort
tveggja olli því að honum fannst hann geta allt. Það var eins og
þetta væm örlög þeirra [...] eins og ekkert gæti komið í veg
fyrir að þetta gerðist.20
Svona texti er svo kóðaður að í honum er næstum ekkert annað en lykl-
ar, segja Krentz og Barlow. Lykilorðin em einlægni, von, krafturinn sem
ást konunnar gefur þessum karli, sameining sem er vilji æðri máttar-
valda. Þetta em allt þekktar klisjur sem hafa verið notaðar svo oft í bók-
menntagreininni að þær renna hratt og mótstöðulaust gegnum huga les-
andans, eins og gamalkunnug og ljúf stef í tónverki eða stiklur yfir
straumþungar ár söguþráðarins.
I raun er margt í lýsingu Krentz og Barlow sem minnir á sagnaaðferð
júgóslavnesku sagnamannanna sem gátu þulið upp óralöng kvæði og
sögur af því að þeir byggðu á föstum formúlum eða stiklum í frásögninni
sem bæði þeir og áheyrendur kunnu en þessir fastar í ffásögninni gerðu
sagnamönnunum auðveldara að leggja hina sértæku millikafla á minnið.
19 Barlow og Krentz: 1992, 15-29.
20 B.J. Daniels: Leyndarmálid (á frummálinu Intimate Secrets), Rauða serían, Orlagasög-
ur, Asútgáfan, Akureyri, 2002, 99. Þýðing Rannveig Bjömsdóttir.
45