Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Síða 49
LJÚFT ER AÐ LÁTA SIG DREYMA
undir því að finna ástina? Alltaf, þó að hann viðurkenni það
ekki sjálfur.
Og sií eina sem sér að þaó er a'st sem hann þarfnast er kvenhetjanP
Karlhetjan var áður hinn sterki, þögli maður sem gat ekki tjáð tilfinning-
ar sínar af því að félagsleg aðhæfing hans bannaði það. Núna er búið að
taka ffá honum þessa karlamenningu og hann fær ekki lengur að vera
svona þversum bara af því einu að vera karlmaður. Núna er karlhetjan
oft skaddaður maður á einhvem dramatískan hátt, hann hefur orðið fyr-
ir áfalli, lífsreynslu sem merkir hann og gerir það að verkum að hann
getur hvorki treyst öðrum né elskað þá. Það er mikil ögrtm fyrir kven-
hetjuna að yfirvinna þvílíkar hindranir en það gerir hún samt af því að
hún er sterk persóna og hugrökk í meira lagi. Samband þeirra tveggja er
hættulegt, hann er skapofsamaður sem á erfitt með að stilla sig og hann
er nógu sterkur til að „taka það sem hann vill“ (les. nauðga henni) eða
hmlesta hana eða drepa. En hann gerir það ekki.24 Hann beitir ekki of-
beldi nema hann neyðist til þess og þykir það leitt eins og Gunnari á
Hlíðarenda sem sagði: „Hvað eg veit, hvort eg mun því óvaskari maður
en aðrir menn sem mér þykir meira fyrir en öðrum mönnum að vega
menn.“25 Sumt breytist aldrei hjá sönnum hetjum.
Dtrrtar eldri ástarsagnanna voru karlar í krapinu sem nutu virðingar
samfélagsins þó að þeir væru með sálfræðilega þverbresti sem hömluðu
þeim persónulega og gerðu þá óhamingjusama. Það var hlutverk
kvennanna að gera þá hamingjusama, blíðka þá, „temja“ og kalla fram
hinar riðkvæmu hliðar þeirra. Til þess þurfti konan að leggja hart að sér,
leysa ýmsar þrautir og sýna mikið hugrekki en verðlaun hennar voru
ríkuleg. Hún giftist hinni tömdu karlhetju!26 I nýrri ástarsögum eiga
karlamir oft váð svo mikla örðugleika að stríða í upphafi sögu að þeir eru
á mörkum þess að geta verið í samfélagi rið aðra. Ast kvenhetjunnar
góðu verður til að styrkja þá, lækna þá af sálrænum áföllum, gera þá að
mönnum. Sagan verður þeirra þroskasaga á meðan konan breytist ekk-
ert.2 Þannig endurspeglast breytt staða kynjanna síðustu áratugi í bók-
23 Guntrum: 1992, 152.
24 Lowell: 1992, 92.
25 Brennu-Njáls saga, 54. kafli, 109.
26 Sjá greinina ,„Ast á grænu ljósi“ þar sem fjallað er um eldri og hefðbundnari
Harlequin sögur. Dagný Kristjánsdóttir: 2002, 42^17.
27 Heinecken: 1992, 170-171.
47