Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 85

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 85
UM MEINTAN DAUÐA FEMÍNISMANS forðast beri kynjað málfar á opinberum vettvangi, þ.e. málfar sem nið- urlægir annað ktmið. Krafa um sambærilega tillitsemi eða váðurkenningu á sérstöðu kemur einnig frá ýmsum minnihlutahópum. Oft byggir and- staða við slíkar kröfur á vdirborðslegri hugmynd um í hverju þær felist. Það er litdð svo á að pólitísk rétthugsun birtist í þessu samhengi sem yf- irdrifin tillitsemi við konur og við minnihlutahópa sem hafi í för með sér að slíkum hópum sé hampað svo að segja að tilefnislausu og að ekkert megi segja um þá er geti orkað tvímælis. Þetta leiði síðan til þess að ekki sé lengur hægt að nefna hlutina sínum réttu nöfnum og að við séum orð- in múlbundin af þessari rétthugsun. Það leiðir að mati gagnrýnenda pólitískrar rétthugsunar til þess að umræddir hópar séu taldir ósnertan- legir og hafnir yfir gagnrýni. Slíkt óþarfa dekur villi okkur sýn og geri okkur ekki lengur dómbær á það sem máli skiptir. Gagnrýni í þessa veru kom upp í tengslum við umræður um sígilt kjamaleseftii hugvísinda í bandarískum háskólum eða hina svokölluðu „kanónu“ sem lá undir ámæli fyrir að samanstanda einvörðungu af verkum eftir hvíta, evrópska karla. Nauðsvnlegt þótti að bæta við lesefni eftir höfunda af öðru kyni, kvmþætti og menningu í samræmi við fjölbrevtileika háskólanemenda sjálfra. I kjölfarið kom upp ótti um að leiðrétting á kynja- og menning- arslagsíðu kanónunnar færi út í öfgar. Sú hræðsla jafnt sem óttinn við hina pólitísku rétthugsun virðast mér hins vegar hafa verið yfirdrifin.11 Það kann að vera að pólitísk rétthugsun hafi verið öfgakennd váð ákvæðnar aðstæður, ekki síst í háskólum í hinu bandaríska fjölmenning- arsamfélagi, en að hún hafi leitt tál stórfelldrar skoðanakúgunar er fjarri lagi. Allra síst hér á landi þar sem við höfum ekki reynslu af öfgakennd- um myndum hennar. Grunnhugmyndin að pólitískri rétthugsun er góðra gjalda verð, en hún felst í því að vera vakandi fyrir ýmiskonar mismun, að viðurkenna hann og sýna þvá sem er öðruvísi þá virðingu sem því ber. Skoplegt dæmi um klaufalega viðleimi til slíkrar sjálfsagðrar viðurkenningar eru lokaorð í kosningaræðu ónefnds þingmanns sem eftir að hafa lesið upp langan lista af loforðum klikkti út með orðunum: „Og ekki má gleyrna konum og fötluðum!“ (Þetta ku vera sami þingmaður og andmælti þeirri, að 11 Þessi deila barst hingað til lands. Sjá ádeilu Kristjáns Kristjánssonar á endurskoðun kanónunnar, „'Að lifa mönnun’ Um skyldur háskólakennara", Andvari 119/1994, bls. 47, 61, 72, og svar Guðna Eh'ssonar við henni, ,,‘Dordingull hékk ég í læ- blöndnu lofd’ Kennslufræði Kristjáns Kristjánssonar“, Tímarit Máls og menningar 1/1998, bls. 81-98. 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.