Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 88

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 88
SIGRIÐUR ÞORGEIRSDOTTIR að en að láta þær fá þá tilfinningu að þær séu verr í stakk búnar að stand- ast kröfur samfélagsins en karlar. I þessu viðhorfi kristallast einstaklings- hyggjan sem er stöðugt vaxandi afl í menningu okkar. Hinar ungu kon- ur sem hér er lýst treysta á mátt sinn og megin og telja að það sé einungis undir sjálfum þeim komið hvernig þeim vegnar á starfsvettvangi. Þeim er þess vegna meinilla við að láta draga sig í dilka sem „konur“ sem þuríi á femínisma að halda til að tryggja brautargengi og hafna því að djúp- gerðir samfélagsins geti búið kynjunum óKk skilyrði. Þær taka þess vegna ekki undir gagnrýni femínisma á hina ják\-æðu mismunun sem karlar búa almennt við og birtist í þeirri djúprættu lotningu sem borin er fýrir vissri karlgerð, í kynbundinni misskiptingu launa, lágu hlutfalli kvenna í valdastöðum, k\ænfýrirlimingu í menningunni sem birtist í of- beldiskenndu klámi o.s.frv. Þeim er fyrirmunað að sjá að ástæður þessa munar liggja einmitt í djúpgerðum samfélagsins, í menningarbundnum hugmyndum um ólíka stöðu karla og kvenna og þeim forréttindum sem þær fela í sér fýrir karla. Samkvæmt greiningu Kullmann yfirsést þeim hins vegar að höfnun þeirra á femínsma er oft drifin áffam af viðleitni til að ergja ekki karla. Femínismi er ósexý. Yfirlýstir andfemínistar á opin- berum vettv7angi eru til marks um það. „Karlasleikjan“ er vel þekkt fyr- irbæri úr fjölmiðlum. Hún leggur áherslu á að konur heillist af körlum og öfugt, um leið og hún gerir sem mest úr því að firra sig öllu kvenrétt- indastússi. Hún er upptekin af því að benda á það vald sem hún telur konur hafa yfir körlum í persónulegum samskiptum sínum \ið þá en leiðir hjá sér að líta á stöðu kynjanna í \iðara samhengi. I raun er karla- sleikjan uppfull af 19. aldar klisjum um konuna sem talin er hafa vald yf- ir körlum í krafti kvænlegrar kænsku sinnar og dregur af því þá ályktun að kvenréttindabarátta sé óþörf.15 Ally-kynslóðin firrir sig slíkri dellu samk\Tæmt lýsingu Kullmann, en hún lokar engu að síður augunum að mesm fývir kynjapólitík. Eins og áður sagði er einstaklingshyggjan ein ástæðan. Annað hvort stendur ein- staklingurinn sig í þessu kerfi eða ekki og það er fýrst og ffemst undir 15 I verkum Schopenhauers og Nietzsches er að finna þessar klisjur um kænsku kvenna. Sjá Arthur Schopenhauer, „Uber die Weiber," í Parerga und Paralipojnena II/I, Ziircher Ausgabe der Werke. Diogenes 1977, bls. 667-681; Friedrich Nietzsche; Handan góðs og i/ls. Forleikur að heimspeki framtiðar, í þvðingu Arthúrs Björgvins Bollasonar og Þrastar Asmundssonar, Hið íslenska bókmenntafélag 1994, afórismar 232-240. Það er athyglisvert að þessir alræmdu höfundar kvenf\TÍrlitn- ingar þoldu sjálfir hvað síst kvengerðina sem líldst karlasleikjunni. 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.