Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 88
SIGRIÐUR ÞORGEIRSDOTTIR
að en að láta þær fá þá tilfinningu að þær séu verr í stakk búnar að stand-
ast kröfur samfélagsins en karlar. I þessu viðhorfi kristallast einstaklings-
hyggjan sem er stöðugt vaxandi afl í menningu okkar. Hinar ungu kon-
ur sem hér er lýst treysta á mátt sinn og megin og telja að það sé einungis
undir sjálfum þeim komið hvernig þeim vegnar á starfsvettvangi. Þeim
er þess vegna meinilla við að láta draga sig í dilka sem „konur“ sem þuríi
á femínisma að halda til að tryggja brautargengi og hafna því að djúp-
gerðir samfélagsins geti búið kynjunum óKk skilyrði. Þær taka þess
vegna ekki undir gagnrýni femínisma á hina ják\-æðu mismunun sem
karlar búa almennt við og birtist í þeirri djúprættu lotningu sem borin er
fýrir vissri karlgerð, í kynbundinni misskiptingu launa, lágu hlutfalli
kvenna í valdastöðum, k\ænfýrirlimingu í menningunni sem birtist í of-
beldiskenndu klámi o.s.frv. Þeim er fyrirmunað að sjá að ástæður þessa
munar liggja einmitt í djúpgerðum samfélagsins, í menningarbundnum
hugmyndum um ólíka stöðu karla og kvenna og þeim forréttindum sem
þær fela í sér fýrir karla. Samkvæmt greiningu Kullmann yfirsést þeim
hins vegar að höfnun þeirra á femínsma er oft drifin áffam af viðleitni til
að ergja ekki karla. Femínismi er ósexý. Yfirlýstir andfemínistar á opin-
berum vettv7angi eru til marks um það. „Karlasleikjan“ er vel þekkt fyr-
irbæri úr fjölmiðlum. Hún leggur áherslu á að konur heillist af körlum
og öfugt, um leið og hún gerir sem mest úr því að firra sig öllu kvenrétt-
indastússi. Hún er upptekin af því að benda á það vald sem hún telur
konur hafa yfir körlum í persónulegum samskiptum sínum \ið þá en
leiðir hjá sér að líta á stöðu kynjanna í \iðara samhengi. I raun er karla-
sleikjan uppfull af 19. aldar klisjum um konuna sem talin er hafa vald yf-
ir körlum í krafti kvænlegrar kænsku sinnar og dregur af því þá ályktun
að kvenréttindabarátta sé óþörf.15
Ally-kynslóðin firrir sig slíkri dellu samk\Tæmt lýsingu Kullmann, en
hún lokar engu að síður augunum að mesm fývir kynjapólitík. Eins og
áður sagði er einstaklingshyggjan ein ástæðan. Annað hvort stendur ein-
staklingurinn sig í þessu kerfi eða ekki og það er fýrst og ffemst undir
15 I verkum Schopenhauers og Nietzsches er að finna þessar klisjur um kænsku
kvenna. Sjá Arthur Schopenhauer, „Uber die Weiber," í Parerga und Paralipojnena
II/I, Ziircher Ausgabe der Werke. Diogenes 1977, bls. 667-681; Friedrich
Nietzsche; Handan góðs og i/ls. Forleikur að heimspeki framtiðar, í þvðingu Arthúrs
Björgvins Bollasonar og Þrastar Asmundssonar, Hið íslenska bókmenntafélag 1994,
afórismar 232-240. Það er athyglisvert að þessir alræmdu höfundar kvenf\TÍrlitn-
ingar þoldu sjálfir hvað síst kvengerðina sem líldst karlasleikjunni.
86