Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 106

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 106
VILHJALMUR ARXASOX um og óhlutdrægum leikreglum réttlætis. Slíkar leikreglur verja mann- helgi sérhvers einstaklings óháð því hver hann er. I niðurstöðum Gilli- gans fólust á hinn bóginn vísbendingar um að konur byggðu siðadóma á umhyggju fyrir tilteknum einstaklingum og ábyrgð gagnvart þeim fremur en á óhlutdrægum lögmálum. Gilligan taldi ekki rétt að skipa siðferðishugmyndum af þessu tagi skör neðar en þeim sem legðu algild- ar réttlætisreglur til grundvallar og kvað brýnt að kenningar um siðgæð- isþroska legðu hlustir við báðum þessum röddum jafht. Gilligan taldi að ein meginástæða þess kynjamunar sem hún merkti lægi í ólíkri þróunarsögu sjálfsmyndarinnar. Bæði kjnin séu einkum alin upp af móðurinni, en mtmurinn liggi í því að karlar öðlist sjálfsm\nd við að skilja sig ffá móður sinni en konur með því að samsama sig henni. Þannig verði aðskilnaður stefnan í einstaklingsmyndun karla en tenging í sjálfsmyndunarferli kvenna.3 Sé siðgæðisþroski skilgreindur í ljósi hæfi- leika hins sjálffáða einstaklings til að skilja sig ffá þeim sem hann teng- ist og fella óvilhalla dóma, verður samsemdartilhneiging kvenna þeim augljóslega fjötur um fót. Jafnffamt geta þættir á borð við barnauppeldi og umsjá heimilis, sem hafa verið ríkjandi í reynsluheimi kvenna, styrkt þau tengsl sem meina konum að þroska með sér sjálffæði hins óháða ein- staklings. Þegar við þetta bætast menningarleg viðhorf um kvenlega eig- inleika, sem einkennast af auðmýkt og óeigingirni, ber allt að sama brunni:4 Konur eru samkvræmt kenningunni mun ólíklegri en karlar til að verða óháðir, sjálfstæðir einstaklingar og þetta semr mark sitt á mat þeirra á siðferðilegum málefnum. Þótt gagnrýni Gilligans beindist einkum að siðgæðisþroskakenningu Kohlbergs, vakti hún einnig miklar efasemdir um siðfræði í anda Rawls5 og mun ég einbeita mér að henni í þessari grein. I réttlætiskenningu sinni greinir Rawls á milli þriggja meginstiga í siðgæðisþroska sem hann kallar kennivaldssiðferði, hlutverkasiðferði og lögmálssiðferði.6 Kenni- valdssiðferðið samanstendur af boðum og bönnum sem studd eru for- 3 Gilligan, In a Different Voice, bls. 8. 4 Sbr. Susan J. Hekman, Moral Voices, Moral Selves. Carol Gilligan and Feminist Mor- al Theory. Polity Press 1995, bls. 12. ’ John Rawls (f. 1921) er bandarískur heimspekingur og kollega Gilligans við Har- vardháskóla. Bók hans A Theoiy ofjustice (1971) hafði gríðarleg áhrif á stjórnmála- heimspeki og siðfræði 20. aldar. 6 Rawls, A Theory ofjustice, Oxford University Press 1971, bls. 462-79. Ensku hug- töldn eru „morality of authority, morality of association, morality of principles". 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.