Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 106
VILHJALMUR ARXASOX
um og óhlutdrægum leikreglum réttlætis. Slíkar leikreglur verja mann-
helgi sérhvers einstaklings óháð því hver hann er. I niðurstöðum Gilli-
gans fólust á hinn bóginn vísbendingar um að konur byggðu siðadóma á
umhyggju fyrir tilteknum einstaklingum og ábyrgð gagnvart þeim
fremur en á óhlutdrægum lögmálum. Gilligan taldi ekki rétt að skipa
siðferðishugmyndum af þessu tagi skör neðar en þeim sem legðu algild-
ar réttlætisreglur til grundvallar og kvað brýnt að kenningar um siðgæð-
isþroska legðu hlustir við báðum þessum röddum jafht.
Gilligan taldi að ein meginástæða þess kynjamunar sem hún merkti
lægi í ólíkri þróunarsögu sjálfsmyndarinnar. Bæði kjnin séu einkum alin
upp af móðurinni, en mtmurinn liggi í því að karlar öðlist sjálfsm\nd við
að skilja sig ffá móður sinni en konur með því að samsama sig henni.
Þannig verði aðskilnaður stefnan í einstaklingsmyndun karla en tenging
í sjálfsmyndunarferli kvenna.3 Sé siðgæðisþroski skilgreindur í ljósi hæfi-
leika hins sjálffáða einstaklings til að skilja sig ffá þeim sem hann teng-
ist og fella óvilhalla dóma, verður samsemdartilhneiging kvenna þeim
augljóslega fjötur um fót. Jafnffamt geta þættir á borð við barnauppeldi
og umsjá heimilis, sem hafa verið ríkjandi í reynsluheimi kvenna, styrkt
þau tengsl sem meina konum að þroska með sér sjálffæði hins óháða ein-
staklings. Þegar við þetta bætast menningarleg viðhorf um kvenlega eig-
inleika, sem einkennast af auðmýkt og óeigingirni, ber allt að sama
brunni:4 Konur eru samkvræmt kenningunni mun ólíklegri en karlar til
að verða óháðir, sjálfstæðir einstaklingar og þetta semr mark sitt á mat
þeirra á siðferðilegum málefnum.
Þótt gagnrýni Gilligans beindist einkum að siðgæðisþroskakenningu
Kohlbergs, vakti hún einnig miklar efasemdir um siðfræði í anda Rawls5
og mun ég einbeita mér að henni í þessari grein. I réttlætiskenningu
sinni greinir Rawls á milli þriggja meginstiga í siðgæðisþroska sem hann
kallar kennivaldssiðferði, hlutverkasiðferði og lögmálssiðferði.6 Kenni-
valdssiðferðið samanstendur af boðum og bönnum sem studd eru for-
3 Gilligan, In a Different Voice, bls. 8.
4 Sbr. Susan J. Hekman, Moral Voices, Moral Selves. Carol Gilligan and Feminist Mor-
al Theory. Polity Press 1995, bls. 12.
’ John Rawls (f. 1921) er bandarískur heimspekingur og kollega Gilligans við Har-
vardháskóla. Bók hans A Theoiy ofjustice (1971) hafði gríðarleg áhrif á stjórnmála-
heimspeki og siðfræði 20. aldar.
6 Rawls, A Theory ofjustice, Oxford University Press 1971, bls. 462-79. Ensku hug-
töldn eru „morality of authority, morality of association, morality of principles".
104