Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Side 144
ELAINE SHOWALTER
við mótsögn sem virðist óleysanleg. Xaviére Gauthier lýsir áhyggjum
sínum á þessa leið: „Svto lengi sem konur þegja, verða þær ekki þátttak-
endur í sögunni. Fari þær hins vegar að tala og skrifa eins og karlar, konia
raddir þeirra deyfðar og utangátta inn í söguna; sögu sem rökrétt væri að
þær hleyptu upp“ (þýð. Alarilyn A. August, NFF, bls. 162-63). Alaryjac-
obus leggur til að við þurfum kvenleg skrif sem virki innan „karllegrar“
orðræðu en vmni „sleitulaust að því að afbyggja hana: Skrifa það sem
ekki verður skrifað,“ og eins og Shoshana Felman orðar það „er hið
mikla verkefni nútímakonunnar hvorki meira né minna en að „endur-
uppgötva" tungumálið, ... að mæla ekki aðeins gegn hinu lýsandi og hm-
hverfa (e. phallocentric) orðræðukerfi, heldur einnig íyrir utan það, að
finna tungumálinu stað sem ekki er afmarkaður af rökvillu hinnar karl-
legu merkingar (e. the phallacy of masculine meaning)u}
Að allri skrúðmælgi slepptri, má spyrja sig hvað málvísindalegar, sögu-
legar og mannfræðilegar rannsóknir getd sagt okkur um hkurnar á kven-
legu tungumáh? Til að byrja með á hugmyndin um kvenlegt tungumál
ekki upptök sín í femímskri gagnrýni; hún er ævafom og hana má víða
finna í þjóðtrú og goðsögum. I slíkum sögum er helsta einkenni kvenlegs
tungumáls leynd þess; í raun endurspegla þær aðallega draumóra karl-
manna um levmdardómsfullt eðli kvenleikans. Heródótus ritaði til dæmis
að Amasónur hefðu mikla tungumálahæfileika og ættu auðvelt með að til-
einka sér tungumál karlkvms andstæðinga sinna en karlmönnum tækist þó
aldrei að læra tungumál kvennanna. I Hvítu gyðjutmi (The White Goddess)
setur Robert Graves fram þá rómantísku kenningu að konur hafi talað sitt
eigið tungumál á forsögulegum mæðraveldistíma; en eftir að kynin háðu
mikla ormstu hafi mæðraveldinu verið kollvarpað og kvæntungan hafi
orðið að neðanjarðartungu sem varðveittist í hinum leyndardómsfullu
leynireglum Elevsis og Kórinþuborgar og í nomasamkimdum Vestur-
Evrópu. Ferðalangar og trúboðar sautjándu og átjándu aldar snem aftur
með frásagnir af kvennatungum á meðal amerískra indíána, Afríkubúa og
Asíubúa (munur í uppbyggingu málsins sem þeir greindu frá var yfirleitt
aðeins smávægilegur). Þjóðlýsingarrannsóknir hafa leitt í ljós að í sumum
menningarheimum hafi konur þróað sérstakan tjáskiptamáta sín á núlli af
þörf til að bregðast við þögninni sem þær em dæmdar til á opinberum
27 Jacobus, „The Difference ofView“, í Women’s Writingand Writingabout Women, bls.
12-13. Shoshana Felman, „Women and Madness: The Critical Phallacy“, Diacritia
5 (vetur 1975), bls. 10.
r42