Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 164
JUDITH BUTLER
skipta. I öðru lagi sé hin fræðilega greining og þær fræðilegu hugmt-nd-
ir sem Butler beiti og þrói óljósar, svo ekki sé meira sagt og margt af því
sem hún fullyrði um heimspekileg og samfélagsleg efrú byggt á misskiln-
ingi. Margar hugmyndir Butler séu í raun klisjur en settar fram í nýstár-
legum búningi, væntanlega til að villa um fyrir lesendum.
Þessi gagnrýni, hörð og óvægin sem hún er, sýnir kjarnann í þeim
fjandskap sem femínistar eins ogjudith Butler ogýmsir aðrir fræðimenn
vestanhafs sem kenndir eru við póstmódemisma eiga að mæta. Ásökun-
in um skeytmgarleysi um raunverulegar aðstæður kvenna eða félagslegar
aðstæður og misrétti almennt kemur til af því að þessir ffæðimenn beina
athygli sinni að samfélagslegri orðræðu frekar en að tilteknu áþreifan-
legu misrétti í samfélaginu. Butler og margir aðrir femínistar af hennar
kynslóð halda því fram að helstu einkenni karllegs valds séu bundin í
byggingu máls og samfélags og þ\í ekki einfalt mál að losa sig undan
þeim. Bestu aðferðirnar fehst í raun í eins konar táknrænmn undirróðri
sem beitd háði, skopstælingu og storkun frekar en beinum pólitískum
kröfugerðum.
Glíman við málið sem einkennir skrif margra femínista og fræði-
manna sem kenndir eru við póstmódernisma hefur bæði getið af sér
frumlegasta framlag þeirra til hug- og félagsvísinda og orðið uppspretta
háværustu gagnrýninnar. Það er athyglisvert að skoða gagnrýni Nuss-
baum vegna þess að hún tekur til heildarinnar. Nussbaum hafnar nálg-
unaraðferð Butler eins og hún leggur sig en grípur með söknuði rit
gömlu spekinganna og dáist að skýrleik þeirra og viti í samanburði váð
þessar hörmungar nútímans: „Og Hume, hvdlíkur andi, svo nákvæmur og
innilegur: Hve fmlega virðingu hann sýnir vitsmunum lesandans jafnvel
þó að það neyði hann til að koma upp um eigin óvissu".
í grein Nussbaum er lítið fjallað um einstaka staði, hugmvTidir eða rök-
aðferðir Butler og annarra femínista. Allar athugasemdir Nussbaum bein-
ast að því sem kalla má almenn einkenni Buder og hennar líka sem rithöf-
unda og hugsuða. Þetta er þvd miður ekki einsdæmi um skrif um
femínisma og póstmódernisma. Nussbaum fjallar nl dæmis alls ekkert um
þá röksemdafærslu Buder sem hún beitir í Vanda kyngervis og ýmsvun öðr-
um verkum, að sá femínismi sem þarf að vísa til meintrar samstöðu
kvenna á forsendum sameiginlegs eðlis þeirra, eða einhvers sem þær eigi
sameiginlegt sem konur, sé á villigötum. Raunar vdrðist Nussbaum alls
ekki gera sér grein fýrir því hve djúp, fjölþætt og mildlvæg sú gaggirýni er.