Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 181
MONIQUE VVTTTIG: UPPLAUSN LÍKAMANS OG UPPSPUNNBÐ KYN
unni missa innri stöðugleika og aðgreiningu hvort frá öðru. Greinilega
er þessi hugsanamáti um áhrif kyngervis á viðfang girndar miklu flókn-
ari því að allur leikur með karlkym og kvenkyn eins og að víxla grundvelli
og m\md getur gert girnd að geysilega flóknu og margbrotnu fyrirbæri.
Það er táknrænt að bæði kymlíkaminn sem „grundvöllur“ og svarkurinn
eða kvendið sem „mynd“ geta færst til, víxlast og skapað kymferðislega
óreiðu af ýmsu tagi. Hvorugt getur gert kröfu til hins „raunverulega" þó
að hvort fyrir sig megi auðkenna sem eitthvað tdl að trua á, allt undir því
komið hversu kröftug kynferðissamskiptin eru. Sú hugmymd að svarkur-
inn og kvendið séu í einhverjum skilningi „efrirmyndir“ eða „endurgerð-
ir“ á gagnkymhneigðum samskiptum sýna að kynferðislegar merkingar
þessara sjálfsmynda eru vanmetnar, sem og sá innri ósamhljómur og
flækjur sem gera það að verkum að þær gefa yfirvaldsflokkunina sem
stuðlaði að þeim nýja merkingu. Lesbísk kvendi geta rifjað upp gagnkyn-
hneigðu aðstæðurnar eins og þær voru en engu að síður staðsett þær
öðruvísi. I sjálfsmynd svarksins og kvendisins er sjálf hugmyndin um
upprunalega eða eðlilega sjálfsmynd dregin í efa; í raun réttri eru spurn-
ingarnar sem birtast í þessum sjálfsmyndum einmitt uppspretta kynferð-
islegs mikilvægis.
Þó að Wittig ræði ekki þá merkingu sem sjálfsmymdir svarks-
ins/kvendisins birta, felur hugmymd hennar um uppskáldað kyn í sér
uppástungu um svdpaða upplausn á náttúrlegri eða upprunalegri hugsun
um þann kymgervissamruna sem gert er ráð fyrir að sé til meðal kynlík-
ama, kyngemssjálfsmynda, og kynferðis. Innbyggð í lýsingu Wittig á
kyni sem tilbúnum flokki er sú hugmynd að hinir ýmsu hlutar „kynsins“
geti vel verið ósamstæðir. I slíku hruni líkamssamsetningar gæti flokkun
í kyn ekki lengur verkað til lýsingar innan nokkurs menningarsviðs. Ef
flokkun á „kyni“ er byggð upp með endurteknum athöfnum, kemur fram
sú mótsögn að félagsleg virkni líkamanna á menningarsviðinu getur
dregið úr því afli raunveruleikans sem þeir sjálfir lögðu í flokkunina.
Til þess að hægt sé að afturkalla vald verður valdið sjálft að hafa ver-
ið skilið sem afturkallanleg váljaaðgerð; í raun mætti skilja gagnkyn-
hneigða sáttmálann svo að hann hefði verið borinn uppi af endurteknu
vali alveg eins og þjóðfélagssáttmálinn hjá Locke og Rousseau er skilinn
þannig að þar sé gert ráð fyrir skymsamlegu vali eða frjálsum vilja þeirra
sem hann tekur til. En sé vald ekki smættað í vilja og hinu klassíska lík-
ani frjálshyggju og tilvistar hafnað má skilja valdatengslin svo, og þannig
179