Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2002, Page 185
MONIQUE WTTTIG: UPPLAUSN LIKAALANS OG UPPSPUNNIÐ KYN
verið í samhengi við kynjaflokkun er sundrað, þegar honum er steypt í
glundroða? Er hægt að endurgera (e. re-member) þennan líkama, setja
hann saman aftur? Er hægt að hugsa sér umboð sem veltur ekki á því að
þessum smíðisgrip sé púslað saman á nýjan leik? Texti Wittig afbyggir
ekki aðeins kyn og býður upp á leið til rjúfa hina fölsku einingu sem er
gefin til kynna með kyninu, heldur kemur líka á nokkurs konar dreifðu
líkamsumboði sem á rætur í mörgum mismunandi valdamiðstöðvum.
Uppspretta persónulegs og pólitísks umboðs er nefnilega alls ekki ein-
staklingurinn heldur hin flóknu menningartengsl sem líkamar með sí-
breytilega sjálfsmynd deila á milli sín. Aðeins í virku samhengi menning-
artengsla verður sjálfsmyndin til og þar er henni sundrað og dreift upp
á nýtt. Að vera kona er þá fyrir Wittig alveg eins og Beauvoir að verða
kona en vegna þess að þetta ferli er í engum skilningi fast, er hugsanlegt
að verða vera sem hvorki orðið karlmaður né kona lýsir svo vel sé. Það er
ekki tvíkynja vera né eitthvert ímyndað (e. hypothetical) „þriðja kyn“ . Það
felur ekki heldur í sér að náð sé út yfir tvenndarhugsunina. I staðinn er
það innra niðurrif þar sem bæði er gert ráð fyrir tvenndinni og hún
margfölduð að þva marki að ekkert vit er í. Ofsinn í ritverkum Wittig,
málfarsleg ögrun þeirra, felst í þvrí að taka reynslu fram yfir flokkun
sjálfsmyndar, kynferðislega baráttu fýrir sköpun nýrra flokka úr rústum
hinna gömlu, nýjum leiðum til að vera líkami á menningarsviðinu og
nýjum tungumálum til lýsingar.
Sem svar við þeirri hugmynd Beauvoir að „maður fæðist ekki kona
heldur verði það“ heldur Wittig því fram að í stað þess að verða kona
geti maður (hver sem er?) orðið lesbía. Með því að hafna flokkuninni í
konur, virðist lesbíu-femínismi Wittig hafna nokkurs konar samstöðu
með gagnkynhneigðum konum og gera skilyrðislaust ráð f\TÍr samkv n-
hneigð kvenna sem rökréttum eða pólitískt nauðsynlegum afleiðingum
femínismans. Þessi tegund aðgreindrar forræðishyggju er örugglega ekki
lengur nothæf. En hvaða mælistikur yrðu notaðar til að svara spurning-
unni um k\rnferðislega „sjálfsmynd“ jafnvel þó að hún væri pólitískt
æskileg?
Ef það að verða lesbía er athöfn, viðskilnaður við gagnkynhneigð, eig-
in nafngift sem keppir við nauðungarmerkingu kvenna og karla gagn-
kynhneigðarinnar, má spyrja sig hvað heldur heitinu lesbía frá því að
værða alveg eins mikil þvingunararflokkun? Hvað þarf til að vera lesbía?
Veit einhver það? Er sú lesbía lengur lesbía sem hrekur hina róttæku að-
183