Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 19
HÁSKÓLI, MENNING OG MENNTAMENN
ingarþáttur hvers háskóla, svo mikilvægt sem það er að fólk öðlist skiln-
ing á hlutværkum mismunandi ffæðasviða og þeirri starfsemi sem þar fer
fram. I þessu sambandi má minna á þann ótta sem stundum gætir við
gagnkvæmt skilningsleysi fræðasviða, sbr. hina klassísku bók C.P. Snow,
The Tivo Cultures (1959) - þar sem menningarhugtakið er notað á jafn-
gildan hátt um veröld bókmennta og hugvísinda annarsvegar og heim
raunvisinda hinsvegar. Snow taldi raunar að hinn síðarnefndi væri í senn
félagslega framsækinn og menningarlega vanmetinn. I stað þess að tala
um tvo menningarheima kunna menn nú að hafa tilhneigingu til að segja
fjórir, eða tíu, eða vísa til þeirrar sérhæfingar sem splundrað hefur hin-
um akademíska heimi í ótal einingar. A móti koma þverfaglegar hræring-
ar síðustu ára sem tengt hafa ólík svið ýmsum böndum. Allt skiptir þetta
máli þegar hugsað er um tengsl fræðanna bæði innbyrðis og við samfé-
lagið. Sá háskóli sem sinnir flestum fræðasváðum kemur til móts við sam-
félagið á fjölbrevtilegustu forsendum.
Við mat á sérstöðu Háskóla Islands myndu aðrir vafalaust benda á að
íslenskur þjóðskóli sé sá sem býður alla Islendinga (og auðvátað einnig
erlenda gesti), sem hafa tilskilda undirstöðumenntun, velkomna á jafn-
réttisgrundvelli (efnahagslega sem og á annan hátt) og gefur þeim kost á
að spreyta sig í hvaða námsgrein sem þeir kjósa sér. Enn aðrir myndu
vafalaust tilgreina annarskonar gagnkvæma ábyrgð milli skólans og þjóð-
arinnar, á þeim forsendum að skólinn sé flaggskipið í háskólamenntun
þjóðarinnar og hafi þvi ákveðnum skyldum að gegna gagnvart þjóðinni
(og hún gagnvart honum).
Undanfarið hefur gjarnan verið lögð áhersla á að sérstaða Háskóla Is-
lands felist í rannsóknaþættinum sem og rannsóknatengdum samskiptum
váð erlenda háskóla eða hið alþjóðlega háskólasamfélag í víðum skilningi.
Og þar eru ýmis sambönd sem vissulega má kalla menningartengsl.
Eg held það sé ekki ofmælt að segja að á liðnum árum hafi myndast
ákveðin spenna í sjálfsskilningi skólans, og jafnframt í beinni og óbeinni
menningarsteffiu hans; spenna á milli hefðbundinna hugm\Tida um þjóð-
skólann, þ.e. skólann í félagslegu samhengi á Islandi, og hins „nýja“,
alþjóðlega rannsóknaháskóla. Síðarnefnda hlutverkið hefur fengið stór-
aukið vægi á allra síðustu árum, ekki síst með beintengingu rannsóknar-
afkasta við launakerfi háskólakennara. Jafnt í orði sem í beinhörðum
peningum hafa íslenskir háskólamenn fengið skýr skilaboð um að vánnu-
framlag þeirra sé sérdeilis vel metið ef afurð þess birtist í greinaformi í