Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 20

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 20
ASTRAÐUR EYSTEINSSON tilteknum erlendum tímaritum og þá að sjálfsögðu á erlendu tungumáli, oftastnær ensku. Þetta er eins skýrt dæmi um alþjóðavæðingu og vera má, jafnt um það hvernig hún teygir sig yfir ýmis landamæri en leitar þó jaffiframt í af- markaða farvegi og hallast að einhæfum tjáningarmáta. Ekki dettur mér í hug að gagnrýna þessa þróun með einhliða hætti; þátttaka í alþjóðlegu vísindasamfélagi er ekki hugsanleg án þess að sættast við stýringu eða það sem Michel Foucault kallaði skipan orðræðunnar.2 Og það er enginn vandi að færa rök fyrir þessari skipan mála gagnvart kvTöðinni um ffam- lag til eigin samfélags, því alltaf er hægt að segja að það sem sett er ffam á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi rati þar með einnig til heima- stöðva manns. En slíkt gerist þó allajafna á mjög sérhæfðum og sérffæði- legum nótum sem rekast á ýmsan hátt á hugmyndina um þjóðskóla, svo ekki sé talað um þjóðtunguna - og þarna hlýtur að vera brennandi menn- ingarspurning: hver er ábyrgð Háskóla Islands gagnvart íslenskri tungu? Og því er það svo að hér er um raunverulega togstreita að ræða og jafnvel má segja að við stöndum ffammi fyrir ákveðnum tímamótum í mati á hlutverki og menningarstefnu Háskólans. III Menning og efnahagslíf eiga sameiginlegt lykilhugtak: gildismat - sem oft er þó í felubúningi tískuorðsins „forgangsröðun“ (sem hljómar líkt og það byggist á-mun meiri rökvísi en ,,gildismat“). En jafnframt því sem menning og fjármál tengjast í hugtakinu „gildismat“ eru þau þar einnig að sjálfsögðu á miklu átakasvæði innbyrðis. Og ég held að skörun þeirra og togstreita birtist í vísinda- og menntastefnu Háskólans og þar sem sú stefna er til skjalfest, er við hæfi að rýna í hana. Hún er hins vegar flókn- ara fyrirbæri en svo að hún birtist öll í stefnuskjalinu, og hvílir ekki síst í öðrum skjölum, sem kannski eru mikilvægari, til dæmis kennslu- og rannsóknasamningum við ríkið, reikni- og deililíkönum þármálanefndar skólans, og fleiri plöggum sem ég kemst alls ekki til að ræða hér. Hin yf- irlýsta stefna er samt mjög mikilvæg því hún hlýtur að hafa áhrif á um- ræðu og hugsanlega á framtíðarþróun. 2 Michel Foucault: „Skipan orðræðunnar", þýð. Gunnar Harðarson, Spor íbóbnennta- frœði 20. aldar, ritstjórn Garðar Baldtinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristin Viðars- dóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 1991, bls. 191-226. l8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.