Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 20
ASTRAÐUR EYSTEINSSON
tilteknum erlendum tímaritum og þá að sjálfsögðu á erlendu tungumáli,
oftastnær ensku.
Þetta er eins skýrt dæmi um alþjóðavæðingu og vera má, jafnt um það
hvernig hún teygir sig yfir ýmis landamæri en leitar þó jaffiframt í af-
markaða farvegi og hallast að einhæfum tjáningarmáta. Ekki dettur mér
í hug að gagnrýna þessa þróun með einhliða hætti; þátttaka í alþjóðlegu
vísindasamfélagi er ekki hugsanleg án þess að sættast við stýringu eða það
sem Michel Foucault kallaði skipan orðræðunnar.2 Og það er enginn
vandi að færa rök fyrir þessari skipan mála gagnvart kvTöðinni um ffam-
lag til eigin samfélags, því alltaf er hægt að segja að það sem sett er ffam
á viðurkenndum alþjóðlegum vettvangi rati þar með einnig til heima-
stöðva manns. En slíkt gerist þó allajafna á mjög sérhæfðum og sérffæði-
legum nótum sem rekast á ýmsan hátt á hugmyndina um þjóðskóla, svo
ekki sé talað um þjóðtunguna - og þarna hlýtur að vera brennandi menn-
ingarspurning: hver er ábyrgð Háskóla Islands gagnvart íslenskri tungu?
Og því er það svo að hér er um raunverulega togstreita að ræða og
jafnvel má segja að við stöndum ffammi fyrir ákveðnum tímamótum í
mati á hlutverki og menningarstefnu Háskólans.
III
Menning og efnahagslíf eiga sameiginlegt lykilhugtak: gildismat - sem oft
er þó í felubúningi tískuorðsins „forgangsröðun“ (sem hljómar líkt og
það byggist á-mun meiri rökvísi en ,,gildismat“). En jafnframt því sem
menning og fjármál tengjast í hugtakinu „gildismat“ eru þau þar einnig
að sjálfsögðu á miklu átakasvæði innbyrðis. Og ég held að skörun þeirra
og togstreita birtist í vísinda- og menntastefnu Háskólans og þar sem sú
stefna er til skjalfest, er við hæfi að rýna í hana. Hún er hins vegar flókn-
ara fyrirbæri en svo að hún birtist öll í stefnuskjalinu, og hvílir ekki síst í
öðrum skjölum, sem kannski eru mikilvægari, til dæmis kennslu- og
rannsóknasamningum við ríkið, reikni- og deililíkönum þármálanefndar
skólans, og fleiri plöggum sem ég kemst alls ekki til að ræða hér. Hin yf-
irlýsta stefna er samt mjög mikilvæg því hún hlýtur að hafa áhrif á um-
ræðu og hugsanlega á framtíðarþróun.
2 Michel Foucault: „Skipan orðræðunnar", þýð. Gunnar Harðarson, Spor íbóbnennta-
frœði 20. aldar, ritstjórn Garðar Baldtinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristin Viðars-
dóttir, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 1991, bls. 191-226.
l8