Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 37
ÍMYNDIR OG YFIRBORÐ
raunsæislega málaða mynd sé til þess gerð að beina athygli okkar að ein-
hverjum ákvæðnum hlut í heiminum. Hún dregur þvert á móti í efa að
það séu einhver sjálfsögð og bein tengsl á milli myndar eða orðs og raun-
verulegs hlutar. Foucault segir að það sé fyrst og ff emst orðið „Ceci“ eða
„Þetta“ í texta myndarinnar sem geri hana óræða. Orðið gæti í senn vís-
að til myndarinnar af pípunni, til setningarinnar „Ceci n ’est pas une pipelí
og til málverksins í heild sinni. Foucault dregur þá ályktun að fyrir vikið
sé málverk xMagrittes í eðli sínu órætt, það streitist gegn einni og endan-
legri túlkun. \lð að horfa á verkið sveiflist athyglin á milli orða og mynd-
ar og við það skapist togstreita eða óvissa í túlkunarviðleitninni. Orðin
og myndin í verkinu séu misvísandi og virðast þannig grafa undan eða af-
byggja merkingu hvort armars.
Að mati Foucaults er málverk Magrittes lokaður og sjálfhverfur merk-
ingarheimur, það vísar aðeins á sig sjálft en ekki raunverulegan hlut í um-
hverfi okkar. „Málverkið er hætt að staðfesta,“ segir Foucault og á við að
í því sé ekki lengur hægt að finna staðfestingu á ytri veruleika.11 Málverk
Magrittes neitar því beinlínis sjálft að það sé mynd af þeim hlut sem við
sjáum á því. Við getum ekki annað en tekið mark á þessu en um leið vakn-
ar vissulega grunur um að það sé verið að hafa okkur að háði og spotti
með því að senda okkur erindisleysur fram og aftur um myndflötinn.
Þótt ekki sé ætlunin að halda því fram að um jafn markvissa notkun á
samspili orða og mynda sé að ræða í tímaritunum i-D og Surface og í
málverki Magrittes, má sjá skyldleika með þessu tvennu. Þetta samspil er
oft og iðulega afar órætt eða óljóst í tímaritunum þótt ekki séu dæmi um
að orðin og myndirnar grafi bókstaflega undan merkingu hvort annars
eins og í mynd Magrittes. Texti sem hafður er með tískuþáttum er alltaf
mjög knappur. Honum er enda ekki ætlað að útskýra eða lýsa nákvæm-
lega því sem er á ljósmyndunum heldur skapa andrúmsloft, vekja grun
um merkingu eða inntak þeirrar tísku sem fjallað er um. Það liggur aftur
á móti ekki alltaf í augum uppi hvernig textinn sb'rskotar til þess sem er
á myndinni eða myndunum og stundum virðist hann raunar alls ekki
gera það.12 Benda má á tískuþátt í 221. tölublaði i-D er nefnist „May the
circle remain unbroken“ (Megi hringurinn vera órofinn áffarn). Þar er
11 „This is Not a Pipe“, Aesthetics, Method, and Epistemology (s. 202).
12 í fyrmefndri bók sinni, The Fashion System, segir Roland Barthes að merking mynda
sé aldrei viss en tungumálið eyði óvissunni eins og sannist í tískutímaritunum (The
Fashion System, s. 13). Ljóst má vera að breyting hefur orðið á hvað þetta varðar frá
því á sjötta áratugnum.
35