Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 57
KRÖPP LÆGÐ YFI R VESTURHELMI
Það er einfalt og afslappandi að horfa á Sjötíu mínútur, hinar tíðu
auglýsingar gera manni auðvelt að horfa á þáttinn um leið og sinnt er
einföldum húsverkum, t.d. að hengja upp þvott. Hann krefst engrar
íhvgli en hin stöðuga írónía í öllu fasi dagskrárgerðarmannanna gerir það
að verkum að hann er ekki heldur móðgandi heimskulegur, eins og hann
væri ef þeir tækju sjálfa sig alvarlega. Tvennt einkennir þáttinn sem er
áberandi í afþreyingarmenningu almennt: Umsjónarmenn sitja ævinlega
með pepsí og dorritos-flögur á borðum og eru stöðugt að kynna tilboð á
pizzum, gefa bíómiða, auglýsa tónleika og íþróttaviðburði. Þannig er
þátturinn eiginlega eins og hálfgerð auglýsing. Um leið er hann á frem-
ur líkamlegu plani, eins og hið stöðuga át og drykkja er til marks um. Þar
eru sýndar myndir af fáklæddu fólki, einkum konum en líka umsjónar-
mönnum þáttarins sem ýmist eru að keppa í íþróttum eða leggja á sig
þrautir sem oft fela í sér eins konar kappát eða þol. Einn þeirra var t.d.
eina mínútu með klaka í nærbuxunum.
Að mati margra er hátindur þáttarins hinn svokallaði viðbjóðsdrykkur
sem er á dagskrá tvisv'ar í viku. Þar er blandað saman þremur ólystugum
matartegundum sem eru nógu illætar ein og sér, síðan dregið spil um
hver skuli drekka „viðbjóðinn“ og loks kemur sá sem dregur lægsta spil-
ið dr\Tkknum annað hvort niður eða lcúgast og ælir í beinni útsendingu.
Þannig minnir lágmenningin á Sjötíu mínútum stundum grunsamlega
mikið á það sem heitir menningararfur þegar Rabelais stendur fýrir æl-
unum - og gubbið er fjögurra alda gamalt.10
Þátturinn Sjötíu mínútur er vinsælastur hjá bömum og unglingum en
fullorðnir geta líka orðið handgengnir honum. Hvert er aðdráttarafl
hans? Kannski er aðalgaldurinn á bak við Sjötíu mínútur að umsjónar-
menn þáttarins em sjálfir aðalpersónur hans, em stöðugt að setja sjálfa sig
á svið og leika afar mismunandi hlutværk sem væntanlega em byggð á
þeim sjálfum en ýkt til að auka skemmtigildið.11 A sinn hátt em þeir arf-
10 Skáldsagan Gargantúi og Pantagníll kom út í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórs-
sonar árið 1993 og var almennt tekið sem menningarviðburði.
11 A tímasbilinu sem ég fylgdist með PoppTíví voru umsjónarmenn 70 mínútna Sig-
mar Vilhjálmsson („Simmi“) (f. 1977), Auðunn Blöndal („Auddi“) (f. 1980) og
Sverrir Þór Sverrisson („Sveppi“) (f. 1977). Tveir umsjónarmannanna eru utan af
landi (frá Egilsstöðum og Sauðárkróki) og er það iðulega rætt í þættinum. Hlut-
v erkaskipanin er nokkum veginn á þessa leið: Simmi er óformlegur leiðtogi, sýnu
ábyrgastur og myndugastur, fullorðinslegastur í fasi en kemur líka fyrir sjónir sem
harðjaxl og ákafur keppnismaður, á til meinlega stríðni en bullar einna minnst.
Sveppi er einum þræði trúður hópsins en setur líka iðulega ffam þroskuð og fullorð-
55