Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 58
ARMANN JAKOBSSON
takar Þórbergs Þórðarsonar, s\ápað og persónur í sápuóperum sem áhorf-
andinn gemr lifað með ár eftir ár uns honum finnst hann þekkja þær ná-
ið. Ofugt \dð persónur illa skrifaðrar sápuóperu eru söguhetjumar þannig
þrívi'ðar persónur vegna þess að þeir em þeir sjálfir og þó að þeir séu í
ákveðnu lilutverki em þeir færir um að koma á óvart, eins og fólk er al-
mennt. Þessi tiltekna „sápuópera“ hefur því svipað aðdráttarafl og „raun-
vemleikasjónvarpið“ sem skyndilega skaut upp kollinum vrndir lok 10.
áratugar seinustu aldar og varð hvarvetna óhemju vinsælt - enda ekki
sjaldgæft að sama fólk horfi á Sjötíu mínútur og þætti á borð við Survivor
og Temptation Island. Og þó að efni þessarar sápuóperu sé alltaf fastir lið-
ir þá em alltaf ný og ný tilbrigði í endurtekningunni þannig að áhorfand-
anum þarf ekki að leiðast þó að efnið reyni ekki heldur verulega á hann.
Þannig að lágmenning íslensks nútíma em fíflalæti í sjónvarpi, þáttur
sem er bara drasl og allir vita það, en þeir sem á annað borð megna að
horfa á heilar Sjötíu mínútur geta fæstir talið sig hafa orðið finir alvarlegu
tjóni.12 Engum dettur heldur í hug að PoppTíví geti komið í stað Oper-
unnar eða Sinfómuhljómsveitarinnar þó að drjúgur hluti af þeim sem
horfa á stöðina kunni að vera allsendis ókunnur þessum hTÍrbærum.
PoppTíví er þannig trauðla að ræna áhorfendum frá Sinfómunni. Til
þess em fyrirbærin einfaldlega of ólík.
3. Avril í Kringlunni
Eitt skýrasta einkenni afþreyingarmenningarinnar er að hún nýtdst við
svipaðar forsendur og auglýsingaiðnaðurinn.13 Dæmi um þetta má sjá á
hverjum degi á PoppTíví þar sem tónlistarmyndbönd em leikin affur og
aftur uns þau síast inn og þau em gerð eftir skýmm formúlum sem gjarn-
in sjónarmið. Hann er bæði einna „galnastur" af félögunum en um leið ólíklegastur
til að taka ósigri illa. Auddi er yngstur í hópnum, tapsár og riðkvæmur f\TÍr stríðni,
sá sem síst kemur niður „viðbjóðsdrykknum“, fáffóður um alkunnar staðre\Tidir en
geðþekkastur og „ógalnastur" af félögunum, hófstilltur í leik og nær þannig off góð-
um árangri í að gabba ókunnugt fólk í Falinni myndavél, föstum lið í þættinum.
12 A málþingi á Degi íslenskrar tungu haustið 2002 kom ffam það viðhorf (m.a. í er-
indi Andra Snæs Magnasonar) að Sjötíu mínútur væri hættulegur þáttur sem spillti
íslenskri æsku og kenndi henni t.d. slæmt málfar og kvenf\TÍrlitningu.
13 Þetta eru ekki nýjar fréttir. Erik Skyuin-Nielsen 1978: „Heimur fagurbókmennta og
heimur vikublaða," Tímarit Máls og menningar 39, bls. 12-23) skilgreindi afþreying-
armenninguna út frá tengslum hennar vnð auglýsingar í einni af fvTstu greinunum
um afþreyingarmenningu á íslensku.
56