Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 60
ARMANN JAKOBSSON
Þessi saklausi leikur í Kringlunni mjTidar spennu \áð texta lagsins sem
snýst um það að ljóðmælandinn \ill að sá eða sú sem hann ávarpar, vænt-
anlega kærastinn, sé eðlilegur en gallinn er sá að um leið og fleiri séu á
svæðinu ráði hann ekki við það, taki að þykjast og bæði hann og sam-
bandið verði flókið (e. complicated). I textanum er þannig gefið til kynna
að hið flækjulausa samband A\tí1 og stráka\ina hennar sem lýst er í
myndbandinu sé hálfgerð útópía.
F.kki er þetta í sjálfu sér mjög flókin - hvað þá flækt - lýsing á ástinni
enda ekki við því að búast af unglingsstúlku en þó sönn eins langt og hún
nær og fellur vel að æsku Avril og sakleysi og ímynd heimar sem hugs-
andi konu þó að ung sé. Og hún virðist \drka þ\d að Avril var efst á Peps-
ílistanum nokkrar \dkur og þó að myndbandið sé greinilega samið efrir
formúlum höfðar það til vitsmunanna á þann veg að það sem er sungið
er á skjön við það sem er sýnt, draumurinn í mvndbandinu er andstæður
treganum í textanum.
Það er nefnilega ekki öll dægurmenning eins - það er til vel heppnuð
og misheppnuð dægurtónlist og það má ekki láta eins og þetta sé allt
sama tóbakið. En um leið þarf að skilja að dægurmenningin lýtur eigin
lögmálum. Bæði popplögin og poppmjTidböndin eru leikin afmr og aft-
ur fyrst í stað. Neytandinn, sem gjarnan er unglingur en þó ekki alltaf,
leikur nýju eftirlætislögin sín oft á dag vikum og mánuðum saman. En
síðan koma ný lög, hann þreytist á þeim gömlu og þörfin fyrir að heyra
þau oft á dag dofnar.
Þetta hljómar næstum eins og lýsing á ástarsambandi og kannski er
það einmitt þetta sem gefur popptónlist gildi: Hún er eins og ást við
fyrstu sýn, tilfinningaleg ffemur en vitsmunaleg. Hún varir líka stutt í
sinni tærustu rnynd, sem óhamin og órökrétt hrifning. Galdur afþreying-
armenningarinnar felst í þessum snöggu áhrifum sem hún þarf að hafa:
Góð afþreyingarlist þarf að vera grípandi og einmitt þess vegna má hún
ekki vera of flókin. En \dlji hún lifa má hún ekki heldur vera of einföld
því að neytendurnir eru engin fífl.
Góð afþreyingarlist einkennist þó jafnan af því að hana er hægt að
skynja án verulegrar íhygli, þ.e. hún höfðar til skynjunar ekki síður en
skilnings. Best heppnaða afþre\dngarlistin er þó í mörgum lögum. Hún
krefst eklci umhugsunar en undir niðri eru þó dýpri lög sem kalla á um-
hugsun. Afþreyingarlistin leydir umhugsun en þarfnast hennar ekki. Og
vissulega eru takmörk fyrir þ\d hversu langt niður á dýpið hægt er að fara.
58