Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 63
KRÖPP LÆGÐ YFIR YÆSTURHELMI
sem er þó fyrir hendi í Hallorween (1978) eða The Texas Chainsaiv Massacre
(1974) þá er munur á þessum myndum og hágæðahrollvekjum og grein-
endur verkanna verða að horfast í augu við þann mun ef þeir vilja þjóna
sannleikanum. Þrátt f\TÍr allan undirtexta afþreyingarmvmda af þessu tagi
snýst gildi þeirra ekki um hann heldur hin snöggu áhrif sem þær hafa og
krefjast engrar ígrundunar. Ahorfendur mynda á borð við Halloween kom-
ast fæstir niður á það dýpi sem þó er fýrir hendi í slíkum myndum, til þess
er ekki ætlast. Þó að djúpgreining ffæðimanna opni gátt niður á meiri
dýptir eru þessar m\udir á yfirborðinu sáraeinfaldur texti með afar skýr
skilaboð.
Að þessu leyti er markið sett mun neðar í hrylfingsmyndunum sem
Clover greindi en t.d. í myndum Alfred Hitchcocks (1899-1980) sem
áhorfandinn getur ekki alltaf skilið til fulls í fyrstu (en samt notið). En
eftir sem áður má halda því fram að einföldu hryllingsmyndirnar nái
marki sínu og í þeim er ákveðin fagtnffæði. Þær eru svo sannarlega um-
fjöllunar virði þó að þar með sé ekki endilega sagt að þær séu jafngóðar
myndum sem ég kalla hágæðaafþreyingu. Aðrar myndir eru aftur á móti
metnaðarfullar en deila má um hvort þær hafi tilætluð áhrif.
Hin margværðlatmaða The Silence of the Lambs (1991) þótti mjög vel
heppnuð hágæðaafþreyingarmynd.21 Eitt af því sem er vel gert við þá
mynd er að farið er í smiðju Alfred Hitchcocks, meistara spennumynd-
anna. Fram að hléi (eða miðbiki myndarinnar svo að ekki sé talað um of
út frá íslenskum reynsluheimi) hefur nákvæmlega ekkert skelfilegt gerst
en óhugnaður verið skapaður á hárfínan hátt með lýsingu, tónlist, svip-
brigðum og öðrum brögðum sem tæknin á tdl. Nákvæmlega þess vegna
er áhorfandinn enn á nálum þegar myndin er bara hálfnuð og líklegra að
hann slaki ffekar á þegar eitthvað hræðilegt fer að gerast. Það er eftir-
væntingin sem skapar óhugnaðinn og hiydlinginn, ekki blóðslettumar.
Aðferðin er kannski sáraeinföld en efrir því snjöll enda um meistara-
verk að ræða, alveg eins og verk Hitchcocks sem margir hafa fjallað um
og sýnt ffam á snilld hans. Samt er list Hitchcock afþreyingarlist.
Hitchcock kunni þá fist að láta myndir sínar höfða til skynjunarinnar
j'firleitt) að beina sjónum að flestu öðru en fagurfræði kvikmynda (sjá t.d. Róben H.
Haraldsson 2000: m\ð sjá kvákmynd: Um fræðin og Hollywood-kvikmyndir,“ Skím-
ir 174, bls. 444-75).
21 Silence of the Lamhs var gerð eftir samnefhdri skáldsögu Thomas Harris en leikstjóri
hennar var Jonathan Demme. Hlaut hún ein fimm Oskarsverðlaun, þar á meðal sem
besta mynd ársins.
6l