Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 87
MENNING ER MATTUR
rekja þá gagngeru endurskoðun sem þessi skilningur hefur gengið í
gegnum síðustu árin. Hér gætir mjög áhrifa frá öðrum fræðigreinum sem
tóku hina mannffæðilegu hugmynd um menningu upp á sína arma, not-
uðu hana en umbreyttu um leið (Dirk, Eley og Ormer 1994:1-6). Mestu
skiptir kannski að fræðimenn leitast nú við að tengja saman nýstárlegar
hugmyndir tun vald og nota þær til að endurskoða hugmyndir sínar um
menninguna. Megininntak og niðurstaða greinarinnar verður sú að
menning sé merking og að merking sé máttur, að menning tengist valdi
og beitingu þess, að menning sé í raun vald og valdbeiting.
I því sem hér fer á eftir ætla ég að setja fram mjög einfaldaða mynd af
hefðbundnum hugmyndum mannfræðinnar um menninguna. Það hefur
lengi verið trúarsetning innan maxmffæðinnar að líta svo á að mannkyn
sé eitt, það búi yfir einhverjum sameiginlegum eiginleikum, en þó blasir
við að það hefur búið sér mjög þölbreytilega lifnaðarhætti, og hér er orð-
ið skilið mjög víðum skilningi. Það er eitt af helstu verkefnum mann-
fræðinnar að lýsa og skýra þennan fjölbreytileika og það hvernig harm er
mögulegur (Carrithers 1992).
Mannffæðingar hafa lengi litið svo á að fjölbre\TÍleikinn byggi ekki á
líkamlegum mun manna eins og sést af því að fólk fýlgir þeim siðum sem
það lærir. Bam sem á ættir sínar að rekja til Islands en er ættleitt til Jap-
ans og elst þar upp hjá japönskum foreldmm, lærir japönsku eins og
hvert annað bam þar í landi. Klassískar hugmyndir mannffæðinga um
menningu ganga út á það að hún sé þær venjur, siðir, hugmyndir, gildi
o.s.frv. sem við lærum sem hluti af félagshóp. Þær kenna að menningin
sé afl sem mótar einstaklinginn, hugsun hans og hegðtm, og að þannig
megi líta á að sá fjölbreyttleiki í lifnaðarháttum sem mannkyn hefur bú-
ið sér sé menningarlegur.
Þá hafa mannfræðingar lengi litið svo á að í heiminum séu margar
ólíkar menningar, að við getum talað um íslenska menningu, danska
menningu, menningu Nuerfólksins o.s.ffv Þó að hverri menningu megi
skipta niður í ákveðna þætti - efnahag, trúarbrögð, goðsagnir, vígslusiði,
svo nokkur handahófskennd dæmi séu tekin - þá fléttist þessir þættir í
hverju tilviki saman og myndi ákveðna heild. Þannig kennir klassískur
skilningur mannffæðinnar að einstakur þáttur táltekinnar mermmgar
verði ekki skilinn í einangrun heldur verði að skoða hann í samhengi við
alla aðra þætti hennar. Samkv'æmt þessu er hver menning heildstæð ein-
ing. Ef hver menning er svo heildstæð eining sem mótar einstaklingana
85