Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 116
GAUTI SIGÞORSSON
Hvað menningarfræði áhrærir, má endurtúlka lokun skorar-
innar í Birmingham á þann veg að hún sýni enn einu sinni hver
áhrif menningarffæðinnar hafa orðið, en sé alls ekki til marks
um að hún hafi runnið sitt skeið á enda. Þetta stafar ekki aðeins
af því að „endurskipulagningin“ sem háskólayfirvöld í Bir-
mingham eru að leggja til sé auðveldari fyrir það að kennarar í
mörgum öðrum skorum og greinum háskólans „stundi nú
menningarfræði“. Menningarfræði, til góðs eða ills, er alls-
staðar. Vinsældir hennar um allan heim sýna djúpstæðari breyt-
ingar á skipan og stöðu fræðigreina og fræðilegs áhuga. Hin
goðsagnakennda lífsuppspretta inni á milli rauðra múrsteins-
bygginga Birmingham er ekki lengur nauðsynleg. Það verður
barist gegn þessum lokunum, en í þeirri baráttu er framtíð æðri
menntunar á Bretlandi í húfi, ekki framtíð menningarfræði.20
Þessi bjartsýni Gilroys um framtíð menningarffæði í praxís er ánægjuleg,
einkum fyrir yngri ffæðimenn eins og mig, sem eru að leggja út á vinnu-
inarkaðinn, en spurningin sem eftir situr um „ffamtíð æðri menntunar á
Bretlandi“ hlýtur að vekja nokkurn ugg. Kennslan, gæði hennar og
þýðing fyrir nemendur voru aldrei tekin meb í reikninginn þegar lokunin
var ákveðin.21 Það eina sem skipti máli fyrir stjórn Birminghamháskóla
(svo ég reyni að túlka skilaboðin á hurðinni) var að á næstu sex árum væri
prófessorum og skorum skipað þannig að niðurstaðan úr rannsóknamati
yrði betri að þeim tíma liðnum.
Astæðan er einföld. Fjárveitingar til breskra háskóla ráðast af niður-
stöðum mats RAE. Skólarnir eru þar með neyddir til þess að skapa sjálf-
um sér alvarlegan ffamtíðarvanda: Ef öll áherslan er lögð á það að upp-
fylla staðla RAE, t.d. með hraðsoðnum en dýrum lausnum eins og að
ráða virta fræðimenn í rannsóknastöður, þurfa skólarnir að láta nemend-
urna (sem nú borga mikinn hluta kostnaðarins úr eigin vasa með skóla-
gjöldum) sitja á hakanum, fækka kennurunum, og gera kennslustarfið að
óvinsælli þrælavinnu og bomlanga á ferli viðkomandi ffæðimanns. Síð-
20 Chrotiicle ofHigher Education, 26. júlí 2002.
21 Sjá Polly Curtis, „Leicester’s Communications Department to be Axed,“ The Gutir-
dian, 4. júlí 2002. Einnig má nefna að í nýlegri háskólakönnun The Guardian lenti
deild menningar- og félagsfræði við Birmingham í íyrsta sæti. Sjá Education Guardi-
an, http://education.guardian.co.uk/universityguide (engin dagsetning gefin upp,
síða skoðuð af GS í október 2002).