Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Síða 118
GAUTI SIGÞORSSON
lækkun á fjár\-eitingum til ríkisrekinna skóla. Við niðurskurð í hugvísind-
unum var oft brugðið á það ráð að sameina smærri skorir undir nýjum
nöfnum og fækka kennslustöðum. Mermingarfræði reyndist í mörgum
tilvikum ágætur merkimiði fyrir slíkar tvinnskorir. Til dæmis er heima-
skor mín við Minnesotaháskóla einmitt afurð niðurskurðar sem átti sér
stað í kjölfar „menningarstríðanna“ í lok m'unda áratugarins og efnahags-
lægðarinnar í upphafi tíunda áratugarins. Draga átti saman seglin í þeim
hluta háskólans sem nefnist College of Liberal Arts. Skor sem þá nefnd-
ist Hugvísindaskor (e. Department of the Humanities) var lögð niður, og
dreifa átti fastráðnum prófessorum milli tungumálaskora, sagnfræði-,
arkítektúr- og tónlistarskorar. A sama tíma var Bókmenntafræðiskor (e.
Department of Comparative Literature) lögð niður, og þeir prófessorar sem
áttu þess kost leituðu á ný mið með hraði. Þeim sem eftir voru tókst að
semja við stjóm háskólans um að stofna nýja skor, undir merkjum menn-
ingarfræði og bókmenntaffæði, sem nú heitir Menningar- og bók-
menntafræðiskor (e. Cultural Studies and Comparative Literature). I hern-
aðarlist háskólaumhverfisins, þar sem skorir bítast um magrar
fjárveitingar, má í þessu sambandi líta á menningarffæði sem nokkurs
konar „taktískt“ svar við árásinni sem gerð var á hugvísindi innan háskól-
ans, og við samsvarandi árásum sem gerðar vom á landsvísu í lok níunda
áratugarins og frameftir þeim tíunda.24
Svo gripið sé til viðskiptafræðimáls, má segja að styrkur þverfaglegra
skora hafi við þessar aðstæður einkum falist í „sveigjanleika“. Þær hafa
oft átt auðvelt með að grípa tækifæri til þess að búa mikilvæguin við-
fangsefnum sem falla á milli hefðbundinna háskólagreina stofnanaleg
heimili. Kvikmyndafræði og kvikmyndasaga er gott dæmi um feitan bita
af þessu tagi, tfnsælt viðfangsefni sem á sér hvergi „náttúrulegt11 heimili
í hefðbundnum háskólum. Við Minnesotaháskóla hefur til dæmis eklti
24 Þessi barátta er stundum kölluð „Menningarstríðin“ (e. Culture IVar.r). Hún geisaði frá
lokum m'unda áratugarins fram eftir þeim tíunda. A undanfömum árum hefur þessi
deila koðnað niður í kvabb yfir mddalegu orðfæn í rapptónlist og dónaskap í m\Tid-
bst, en efrir 11. september 2001 hefur hún helst birst í tilraunum ril þess að srimpla
alla sem andmæla „the War on Terror" föðurlandssvikara - framtak sem ber helst vott
um að ekki muna allir efrir Joseph McCarthy og nomaveiðum „House Committee on
Un-American Acrivities". A íslensku má í þessu sambandi helst nefria ritdeilu Krist-
jáns Kristjánssonar og Guðna Eh'ssonar um endurskoðun bókmenntakanónimnar.
Kristján Kristjánsson 1994. ,,‘Að lifia mönnum’: Um skyldur háskólakennara". Andvari
119, bls. 61-72. Guðni Elísson ,,‘Dordingull hékk ég í læblondnu loftí’: Kennsluffæði
Kristjáns Kristjánssonar". Tímarit Máls og meimingar 1/1998, bls. 81-98.