Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 123
KENNSLUÞJONAR OG NAMSNEYTENDUR
bót, fjárveiting skorarinnar skreppur saman, og svo framvegis. Kennslu-
matið er að verða eins konar mælikvarði á virðisauka kennslunnar: Nem-
endur gefa ánægju sinni og tilfmningu um „lærdóm“ misserisins
einkunn, og þess vegna er kennslumatið lesið mjög vandlega af umsjón-
arkennurum ffamhaldsnema og matsnefndum prófessora, sem vitnis-
burður um hæfni starfsmannsins og árangur í starfi - ánægja nemenda er
mælistika á þau verðmæti sem kennarinn er talinn skapa með kennslunni.
En það er önnur hlið á málinu sem komið hefur fram í rannsóknum að
undanfömu. Kennslumatið og mikilvægi þess í stjórnun og mati á
frammistöðu og hæfni virðast nátengd svokallaðri einkunnabólgu (e.
grade injlation). I bandarískum háskólum, eins og víðar, hafa einkunnir
nemenda farið hækkandi á síðustu áratugum. Til dæmis var helmingur
allra einkunna sem gefnar vom á B.A.-stigi við Harvard á síðasta náms-
ári annað hvort A eða A-.33 Einkunnabólga er vandamál af því að hættan
er sú að atvinnurekendur missi trú á hæfni umsækjenda með háar ein-
kunnir úr virtum háskólum, ef það er rétt að háskólakennarar kaupi sér
velþóknun „háskólaneytenda“ sinna með einkunnum. Þetta myndi hafa
alvarlegar afleiðingar fyrir symbólskt gildi háskólaprófsins sjálfs. A sama
tíma og skólagjöld hafa hækkað við virta háskóla (bæði ríkis- og einka-
skóla) og gráður orðið stærri fjárfesting eykst hættan á því að trúverðug-
leiká þeirra (eða táknrænt skiptágildi) minnki úti á vinnumarkaðinum.
Annars vegar virðast nemendur teknir að h'ta á menntun sem þjónustu,
og kreþast þess þar af leiðandi að væntingar þeirra séu uppfylltar (að þeir
fái eitthvað fyrir peningana), en hins vegar hafa kennarar freistast til þess
að þóknast nemendum á þennan hátt af því að kennslumat er tengt við
starfsmat og launahækkanir.
Freistingin er þvá á báða bóga sú að draga úr kröfum, en auka þess í
stað ánægju kúnnans. Þetta kemur meðal annars fram í grein tölfræð-
ingsins \alen E. Johnson um rannsókn sem hann stóð fyrir við Duke-há-
skóla, þar sem könnuð voru áhrif einkunna á kennslumat, það er, af
hverju háar einkunnir og hátt kennslumat fara iðulega saman. Johnson
segir tvær skýringar hingað til hafa verið áberandi meðal prófessora:
Annars vegar halda kennarar því ffam að hærri einkunnir komi einfald-
lega til af því að hæfur kennari stuðlar að góðri ffammistöðu nemend-
anna, sem standa sig betur og verða þar með ánægðir - því sé það til
33 Bandarískir skólar styðjast flestir við skalann A, B, C, D og F. A samsvarar tölunni
4, A- samsvarar 3,67, B+ er 3,33, o.s.frv.
12 I