Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 140
GUNNLAUGUR A. JONSSON
myndinni þegar verjandi konurnnar, sem er í raun á bandi yfir\7alda,
heyrir upptöku úr fangaklefa Helenar Hönnu þar sem hún fer með ljóð-
línurnar kunnu úr Sálmi 23: „Þótt ég fari um dauðans skugga dal óttast
ég ekkert illt“ o.s.frv. til enda sálmsins. Þetta veldur þáttaskilum hjá verj-
andanum og í lokaræðu sinni boðar hann að það sé til betri heimur, eilíf
Paradís, eins og kristnir menn boða. Myndin endar á því að sýna forsíðu
dagblaðs þar sem greint er frá því í stríðsfréttaletri að ,dVIálið gegn Guði“
hafi verið látið niður falla og Helen Hanna hafi sloppið á flótta.
Þá vaknar sú spurning hvort finna megi meðal ffæðimanna einhverja
skylda túlkun, þ.e. að í sálminum sé beinlínis að finna trúvörn. Já, víst er
það svo. Upphafsorð sálmsins í hebresku eru bara tvö orð „jahve roi“
Drottinn minn hirðir. Þetta er svokölluð nominal-setning sem hefur ekki
neina sögn (síðara orðið er raunar lýsingarháttur með 1. persónu við-
skeyti en gegnir hlutverki nafnorðs) og ekki er fyllilega ljóst hvernig best
sé að þýða setninguna. Þannig er meira að segja deilt um hvort Jahve eða
hirðirinn sé frumlagið. Svissneski biblíufræðingurinn L. Köhler
(1880-1956) vildi þýða þannig:19 „Þar sem Drottinn er hirðir minn“ og
er þá undanskilið: „en ekki einhver annar Guð“ - „þá mun mig ekkert
bresta.“ Samkvæmt þessum skilningi hvílir áherslan á því að Jahve er
hinn máttugi guð, allt annars eðlis en aðrir svokallaðir guðir. Sá sem
treystir Jahve (þ.e. Drottni) hefur ekkert að óttast. Þessi túlkun á upp-
hafsljóðlínu sálmsins er vissulega ekki hinn ríkjandi skilningur en ýmsir
fræðimenn hafa engu að síður orðið til að taka undir þessa skoðun eða
halda svipuðu fram, þ.e. að áherslan hvíli á því að það sé Drottinn sem sé
hirðirinn en ekki einhver annar guð.
Þannig að hér eru biblíufræðin og kvikmyndirnar samstíga. I undan-
tekningatilfellum kemur Sálmur 23 við sögu í samhengi trúvarnar.
Eins og þjóðsöngurinn
Á einum stað í hinni áhrifamiklu kvikmynd Liberty Heights er Sálmi 23
líkt við þjóðsöng. Það gerist þegar hið ástfangna par, gyðingurinn Ben
Kurtzman og blökkustúlkan Sylvia eiga samræður um sálminn í strætis-
vagni. Þar spyr Sylvia þennan aðdáanda sinn hvaða augum hann líti sálm-
inn, hvaða þýðingu sálmurinn hafi fyrir hann sem gyðing. Hann svarar
19 L. Köhler 1956. „Psalm 23.“ ZAW68, bls. 227-234.
138