Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Side 153
ÞORFIN A MENN’INGARFR. FÐI
fyrir þá sök að hér takast höfundarnir á við áhættuna og möguleikana sem
blöstu við í bandarískum háskólum árið 1985. „Þörfin fyrir menningar-
fræði“ er nokkurs konar „yfirlýsing“ fyrir menningarfræði sem hefði get-
að orðið, og það væri óréttlátt að meta gildi hennar í ljósi atburða síðustu
átján ára. I þessu sambandi má nefha að hún er skrifuð í fullyrðingasöm-
um og heitfengum stíl ffamvarðarins, og þegar Giroux og félagar leggja
niður fyrir sér sjálfan kjama menningarffæðinnar, þá er ekki laust við að
sú skilgreining sé lögð fram í vakningartón:
Að okkar áliti snýst almennileg rannsókn á menningu „eðli sínu
samkvæmt“ um „það sem þarf að gera“ í þjóðfélögum sem em gegn-
sýrð af kúgun. Forsenda slíkra aðgerða er gagnrýnið viðnám við
ráðandi aðferðir. Viðnám hefur þó ekki áhrif ef það er óhnitmiðað
og einangrað; menntamenn þurfa að vinna hið nauðsynlega starf að
mynda úr slíku viðnámi hefð sem hefur pólitísk áhrif.
Þetta er merkileg yfirlýsing í texta eignuðum Giroux. „Gagnrýnin
kennsluffæði“ hans er að hluta til siðfræðilegs eðlis, og það em fáar rit-
gerðir eftir hann þar sem grundvallarreglur eins og lýðræði, jöfhuður og
samvinna em ekki áberandi. Einmitt þess vegna er það stuðandi að þessi
tilvitnun kallast bæði í orðalagi og inntaki á við deilurit Leníns Hvað ber
að gera?, sem og við hugmyndir Gramscis um menningarlega og félags-
lega andspymu verkalýðsins gegn forræði (e. hegemony) borgarastéttar-
innar. Lenín taldi það vera hlutverk menntamannsins að greina þjóðfé-
lagslegar aðstæður og beina sameinuðum krafti öreiganna á réttar brautir,
en Gramsci vildi forðast slíka leiðsögn „ofan ffá“ og taldi það betri kost
að menntamenn hlustuðu eftir og túlkuðu vilja verkalýðsins, til dæmis
með rannsóknum á alþýðumenningu og vinsælum bókmenntum, bíó-
myndum og tónlist. Þannig eigi sú teoría sem skilyrða mun framkvæmd
stéttabaráttunnar að mótast af menningu og samfélagi fólksins sjálfs. Það
er of langt mál að rekja það hvernig ffumkvöðlahyggjan og lýðræðið
takast á í seinni verkum Giroux, en mér sýnist nauðsynlegt að benda hér
á að það má stundum greina eilítið af Lenín í skrifum þessa alþýðlega
fylgismanns Gramscis, jafnvel þegar kennsluffæði hans gerist svo lýðræð-
isleg að helst minnir á anarkisma.3 Þótt ég gagnrýni kenningar hans í
Um Gramsci og lýðræðisbaráttuna í gagnrýnni kennsluffæði, sjá t.d. Giroux 1990,
„Rethinking the Boundaries of Educational Discourse: Modemism, Postmodem-
ism and Feminism" endurpr. í Pedagogy and the Politics of Hope (Boulder: Westview