Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 162
HENRY GIROUX, DAVID SHUMW’AY, PAUL S.MTTH OGjAMES SOSNOSKI
þá kennd að menningin sem þeir eru hluti af sé ekki þeirra eða aðgengi-
leg fyrir þá og að eina leiðin til að nálgast hana sé að tileinka sér gildin
sem felast í viðurkenndum textum. Með þW að taka fyrir ný (þ.e. ekki
hefðbundin) viðfangsefni og skoða þau í ljósi tengsla ffekar en stigveld-
is, hvetur menningarfræði til þess að spurt sé um forsendur ráðandi að-
ferða í menntun og pólitík. Mestu varðar að menningarfræði getur
neitað að samþykkja að „bókmenntir [eða nokkurt annað ívTÍrbæri í
menningunni] ... séu aðskiljanlegar frá pólitík“14 og getur þess vegna lagt
nýtt hugmyndafræðilegt og pólitískt mat á staka texta eða safn texta.
Menningarffæði gæti stuðlað að því að nemendur skilgreini sífellt sína
eigin tilvist og samþykki ekki möglunarlaust fjTÍrfram ákvæðið og óhagg-
anlegt menningarlegt gildismat. Það að hafna forsendum hefðbundinnar
faglegrar nálgunar á menningu er eina leiðin til að skapa meðvitað og
áhrifaríkt mótvægi við ráðandi kerfi.
II. Þöifin á and-faglegu framtaki
I fyrsta hluta ritgerðarinnar bendum við á að reynt hafi verið að sm'ða
greinar sem snúa að menningarlegri greiningu, meðal annars þær greinar
sem við köllum húmanískar, að fyrirmynd „almennra vfsmda“. Markmið
þeirra eru að lýsa menningu og safna saman þekkingu um menningu. I
hlutanum hér á undan héldum við því fram að slíkt komi þeirri hugmvmd
inn hjá nemendum að menning sé óumbre\Tanleg í eðli sínu og að hægt
sé að skilgreina eðli einstakra hluta hennar. Slíkar aðferðir eru sérstaklega
varasamar í fögum sem kennd eru við húmam'sk ffæði því þær gefa til
kynna að menning sé þegar fullmótuð, ffekar en að vera í mótun.
Menningarfræði ætti að forðast allt slíkt. Þetta kallar á hreyfingu sem
hverfur ffá samhengis-firrtum hugmyndum um faglega aöferðafi'æði í átt að
„... hugmynd um mannlega aðferðafræði, þar sem áhersla lögð á að líta
hvorki á manneskjur sem óvirka hluti né sem fyllilega ffjálsa einstak-
linga“. Rannsókn á mannlegri tilveru verður réttilega að vera „rannsókn
á tilteknum félagslegum venjum, sniðin að mannlegum þörfum“.15
Vegna þeirrar (f)ögunar sem býr að baki byggingu vestrænna háskóla,
14 Sjá PNRevieiv 10:6, bls. 5.1 þessu verki er að finna góð dæmi um viðhorf sem eru
að myndast á meðal ný-hægrisinnaðra um hugmyndaffæðileg tengsl í bókmenntum.
15 Sjá Anthony Giddens, Meginvidfangsefni þjóðfélagsfi'œða (Central Problems in Social
Theory) (Berkeley, University of California Press, 1983), bls. 150-51.
ióo