Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 163
ÞORFIN A MENNINGARFRÆÐI
hlýtur slíkt framtak alltaf að vera and-faglegt í þeim skilningi að það
mælir á móti þeirri hugmynd að rannsókn á menningu sé öflmi þekking-
ar um hana. Að okkar álitd snýst almennileg rannsókn á menningu „eðli
sínu samkvæmt“ um „það sem þaif að gera“16 í þjóðfélögum sem eru
gegnsýrð af kúgun. Forsenda slíkra aðgerða er gagnrýnið viðnám við
ráðandi aðferðir. Viðnám hefur því aðeins áhrif að það sé hnitmiðað og
ekki einangrað. Með slíku viðnámi gegna menntamenn lykilhlutverki við
að mynda hefð sem hefur pólitísk áhrif.
Andspymumenntamenn
Kjarninn í þeim frelsisáformum sem mótað hafa hugmyndir okkar um
menningarffæði er endurskilgreining á hlutverki menntamannsins innan
og utan háskólans. Við erum sammála Gramsci um að mikilvægt sé að
líta á menntamenn sem pólitískt afl.1 Menntamaðurinn er meira en ein-
ungis vel ritfær einstaklingur eða upphafsmaður og miðlari hugmynda.
Menntamenn miðla málum, staðfesta og skapa hugmyndir og félagsleg-
ar venjur; hlutverk þeirra er í eðli sínu afar pólitískt. Gramsci gerir grein-
armun á íhaldssömum og róttækum grasrótar-menntamönnum. Ihalds-
samir grasrótar-menntamenn veita hinum ráðandi stéttum siðferðislega
og fræðilega forrystu. Sem fulltrúar hins óbreytta ástands eru slíkir
menntamenn óaðskiljanlegir frá ráðandi valdhöfum og breiða, meðvitað
eða ómeðvitað, út hugmyndafræði þeirra og gildi. Þeir réttlæta fýrir hin-
um ráðandi stéttum efhahagslega, pólitíska og siðfræðilega stefnumótun.
Samkvæmt Gramsci er íhaldssama grasrótarmenntamenn að finna í
öllum lögum samfélags sem er langt komið í iðnvæðingu sinni - í sam-
tökum iðnaðarins, í háskólum, í menningariðnaðinum, ýmsum greinum
stjómsýslu, og svo ffamvegis. En róttækir grasrótarmenntamenn reyna
einnig að veita verkamannastéttinni siðffæðilega og fræðilega forrystu.
Nánar tiltekið sýna róttækir grasrótarmenntamenn þá kennsluffæðilegu
og pólitísku kunnáttu sem þarf til að auka pólitíska meðGtund verka-
mannastéttarinnar og hjálpa henni við að komast í forystuhlutverk og
mynda fjöldahreyfingu.
Greining Gramscis er gagnleg við að skilgreina eitt meginmarkmið
menningarfræði: Að skapa það sem við kjósum að kalla viðnámsmennta-
menn. Þetta hugtak er ólíkt róttækum grasrótarmenntamönnum
16 Giddens, bls. 4.
1 Gramsci, Ftmgelsisdagbækumar (The Prison Notebooks) (New York: Intemational
Publications, 1971), bls. 5-27.
iói