Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 173
MENNINGARFRÆÐI OG KENNINGAARFUR HENNAR
þessa sögu öðruvísi og síðar ætla ég mér að segja hana öðruvísi. En á
þessu augnabliki vil ég vegna þessarar tilgátu taka afstöðu gagnvart „stór-
sögu“ menningarffæðinnar í því skyni að opna fyrir vangaveltur um
menningarfræði sem iðju, um stofnanalega stöðu okkar og um verkefni
hennar. Þetta vil ég gera með tilvísun til kenningalegs arfs eða kenninga-
legra augnablika, en á nokkuð sérstakan hátt. Þetta er ekki útlistun á ár-
angri eða skilvirkni ýmisskonar kenningalegrar afstöðu í menningarfræði
(það hæfir öðrum tækifærum). Það er tilraun til að segja eitthvað um
hvað ákveðin kenningaleg augnablik menningarffæðinnar hafa verið mér
og að leiða almennar spumingar um stjórnmál kenninga af þeim.
Menningarffæði er orðræðusmíð í skilningi Foucaults. Hún á sér ekk-
ert einfalt upphaf þó að sum okkar hafi verið viðstödd á einhverju augna-
bfiki þegar hún fór að kalla sig þessu nafhi. Þau verk sem gátu hana af sér
höfðu að stórum hluta komið fram í verkum annars fólks að mínu mati.
Raymond Williams hefur bent á þetta sama í ritgerð sinni um „Framtíð
menningarffæði“ (1989) þar sem hann rekur rætur menningarffæði aft-
ur til fyrstu ára fullorðinsffæðslu-hreyfingarinnar. „Það eru alltaf afger-
andi tengsl á milli verkáætlunar og smíðar“ segir hann þar, vegna þess að
í þeim „birtast ólíkar leiðir til þess að myndgera ... og svo að lýsa sameig-
inlegri hneigð orku og stefhu.“ Menningarffæði inniheldur margvíslega
orðræðu og hún rekur sögu sína á marga vegu. fdún er heilt safn birting-
arforma og á sér eigin tilgátur og stórar stundir í gegnum tíðina. Vinna
menningarffæðinnar er margvísleg. Eg fer ekki ofan því! Hún var alltaf
safh óstöðugra birtingarforma. Hún átti sér „miðstöðvar“ aðeins ef við
getum haft orðið í gæsalöppum á sérstakan hátt sem ég ætla að skýra eft-
ir smástund. Hún fór eftír mörgum rásum, margir fóru og fara í gegnum
hana eftír ólíkum brautum. Hún varð til á forsendum margskonar að-
ferðaffæði og kenningalegrar afstöðu sem háðu baráttu sín á milli. Það
mátti með sanni kalla fræðilegt starf Stofhunar samtímamenningarffæði
fræðilega háreisti. Henni fylgdi dágóður skammtur af vondum tilfinn-
ingum, rifrildum, óþægindum og reiðiþögnum.
Jæja, leiðir þá af þessu að menningarfræði sé ekki fágað fræðisvið? Að
hún sé hvaðeina það sem fólk gerir, kjósi það að kenna sig við, eða stað-
setja sig, innan verkefhis og iðju menningarfræðinnar? Eg er ekki ánægð-
ur með þá lýsingu heldur. Þó að menningarffæði sé opin í báða enda sem
verkefni, þá getur hún ekki verið fjölhyggja í þessum skilningi. Jú, vissu-
lega er því hafnað að hún geti verið meginorðræða eða ffumorðræða af