Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Blaðsíða 174
STUART HALL
nokkru tagi. Jú, hún er verkefni sem lokar aldrei á það sem hún þekkir
ekki, það sem hún hefur ekki enn heitá \dir. En hún felur í sér vilja til að
tengja, það sem valið er á hennar vegum er ekki áhættulaust. Það skiptir
máli hvort menningarffæði er þetta eða hitt. Hún getur ekki verið bara
hvaða gamalt fyrirbæri sem kýs að koma ffam undir sérstöku merki. Hún
er alvarlegt fyrirtæld eða verkefhi og innifalið er það sem stundum er
kallað hin „pólitíska“ hlið menningarffæðinnar. En eitthvað er lagt að
veði í menningarfræði á annan hátt, held ég og vona, en þann sem tíðk-
ast nákvæmlega á mörgum öðrum mikilvægum sviðum vitsmunalegrar
og gagnrýninnar iðju. Hér má finna fyrir togstreitu á milli afneitunar á
affnörkun sviðsins og eftirlits með því og á sama tíma þann ásetning að
leggja drög að nokkrum grundvallarsjónarmiðum innan þess og færa rök
fyrir þeim. Það er þessi togstreita - þessi tvíræna (e. dialogic) sýn á kenn-
ingu - sem mig langar til að takast á við á nokkra mismunandi vegu eft-
ir því sem þessari grein vindur fram. Eg held ekki að þekking sé affnörk-
uð en á hinn bóginn trúi ég að stjórnmál séu ómöguleg án þess sem ég
hef kallað „handahófsafmörkun“ án þess sem Homi Babha kallaði félags-
legt atferði sem handahófsaffnörkun. Það er að segja, ég skil ekki iðju
sem snýst um að breyta einhverju í þessum heimi en felur ekki í sér mis-
mvm eða greinarmun sem nauðsynlegt er að gera grein fyrir, sem í raun
og veru skiptir máli. Þetta er spurning um hvernig afstaða er tekin. Nú
er það alveg rétt að afstöður af þessu tagi eru aldrei endanlegar, aldrei al-
gildar. Það er ekki hægt að þýða þær óbrenglaðar ffá einni tilgátu til ann-
arrar, ekki er hægt að reiða sig á að þær haldist á sama stað. Mig langar
að hverfa aftur til þessa augnabliks í menningarfræði þegar veðmálið var
afmarkað, augnabliksins þegar afstöður fóru að skipta máli.
Þetta er ein leið til að velta upp spurningunum um veraldarhyggju
menningarfræði (e. worldliness) svo hugtak sé fengið að láni frá Edward
Said. Það eru ekki hin veraldlegu tengsl myndhverfingarinnar tnn þessa-
heims-eðli sem ég er að hugsa um hér, heldur þessa-heims-eðli menn-
ingarffæði. Eg er að hugsa um hvað hún er óhrein: hvað táknfræðileik-
urinn er óhreinn, ef ég get orðað það svo. Eg vil reyna að færa verkefni
menningarffæðinnar burt úr hreinleika merkingar, texta og kenningar
niður til hins andstyggilega fyrir neðan. I því felst það erfiða verk að
rannsaka nokkur helstu tímamót eða vendipunkta í kenningalegri þróun
menningarfræðinnar.
Fyrstu merki um slíkt sem mig langar til að afbyggja varða skoðimina
172