Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2002, Page 184
STUART I IAI.I.
kyn“ - afneitar hún veraldlegu eðli sínu. Það er að segja þangað tdl og svo
franrarlega sem virðing verður borin fyrir nauðsynlegri hliðsetningu
menningarinnar er menningarfræði sem verkefni, íhlutun, ævinlega
ófullburða og þá breytir engu þó að maður láti getuleysi hennar til að
sættast við aðrar spurningar senr skipta máli, spurningar sem eru ekki og
verða aldrei að fullu meðteknar út frá gagnrýninni textafræði í flóknari
myndum sínum. Missi maður tökin á togstreitunni er hægt að \’inna af-
bragðs ffæðistörf en fræðileg iðja á pólitískum forsendum er þá glötuð.
Eg set þetta svona upp fyrir ykkur, ekki vegna þess að menningarfræði
eigi einmitt að vera svona eða vegna þess að þetta sé einmitt það sem
Stofhunin gerði vel heldur einfaldlega vegna þess að ég held að í heild-
ina séð sé það þetta sem markar menningarfræðina sem verkefni. Menn-
ingarfræði hefur dregið athyglina til sín í bæði bresku og bandarísku
samhengi, ekki bara vegna hún hefur stundum gengið í gegnum sláandi
fræðilega innri þróun heldur vegna þess að hún heldur fræðilegum og
pólitískum spurningum í óleysanlegri en varanlegri togstreitu. Hún
kemur því svo fyrir að annað rótar stöðugt við hinu, truflar og gerir
gramt í geði án þess að heimta einhverja endanlega fræðilega niðurstöðu.
Eg hef að mestu leyti haldið mig við liðna tíð. Umræður um alnæmi
hafa hinsvegar rifjað þessa togstreitu kröftuglega upp fyrir mér. Alnæmi
er eitt þeirra vandamála sem dregur mjög kvíðvænlega ffarn hve afskipt-
ir við erum sem gagnrýnir menntamenn þegar um raunveruleg áhrif í
heiminum er að ræða. En áhrifaleysinu er stillt upp fyrir okkur á mót-
sagnakenndan hátt. A meðan fólk deyr drottni sínum á götunum, hver í
ósköpunum er þá tilgangurinn með menningarfræði? Hver er tilgangur-
inn með því að rannsaka birtingarmyndir ef maður á ekkert svar við
spurningunni um hvernig eigi að svara þeim sem spyr um hvort rétt sé
að taka tiltekið lyf og hvort það fresti dauðanum um tvo daga eða flýti
honum um nokkra mánuði? Við slíkar kringumstæður held ég að allir
sem fást við menningarffæði af alvöru sem fræðilega iðju hljóti að finna
fyrir því hve léttvæg hún er og innihaldslítil, hve lítið hún skilur eftir sig,
hve getulaus við höfum verið til að breyta nokkru eða til að fá nokkurn
til að gera nokkuð. Valdi þetta ekki einhverri togstreitu í vinnu manns þá
hefur hann látið fræðikenninguna leiða sig á villigötur. A hinn bóginn er
ég ekki sáttur við það hvernig þessum vanda er oft stillt upp fyrir okkur
því að þessi spurning er vissulega flóknari og hliðsettari en svo að hún
snúist bara um deyjandi fólk á götunum. Spurningin um alnæmi er alveg
182