Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 5
Skoðanakönnun um hvaða fjölmiðla- íslendingar lenda í djúpu lauginni og hverjir í þeirri grunnu ........... 53 „Geðlæknarnir tóku við af rann- sóknarréttinum". Viðtal við Gísla f>ór Gunnarsson um ýmis andans málefni . 54 Skáld á berjamó. Viðtal við Þórarin Eldjárn.............................. 49 ERLENT: Bretland: fslendingar hafa þörf fyrir rannsóknar- þingmann. Asgeir Friðgeirsson í Lundúnum ræðir við Dale Campell— Savours, þingmann breska Verka- mannaflokksins ..................... 59 Þýskaland: Andófið í Austur-Þýskalandi. Jórunn Sigurðardóttir í Berlín skrifar ítarlega grein um andófið og viðbrögð stjórn- valda eystra og samskipti við Vestur- Þýskaland ............................ 62 Svíþjóð: Tíðindalaust úr Palmeherberginu. Ing- ólfur V. Gíslason skrifar............. 69 Nicaragua: Einar Hjörleifsson og Kristiina Björk- lund sem stödd eru í Nicaragua skrifa 70 Svíþjóð: Óhugnanlegt sakamál .................. 72 UPPELDI: Hver er ábyrgð foreldra? Bergþóra Gísladóttir skrifar ................. 73 Barnalíf Þrautir og brandarar ................ 28 BÍLAR: Þýðgengur brúkunarhestur. Ásgeir Sigurgestsson reynsluekur Iuzuki jeppa og segir frá .................. 75 ÝMISLEGT: Krossgátan ......................... 78 Vísindi o.m.fl...................... 58 Leiðari Miðstýringin úr sögunni? Fjölmörg verkalýðsfélög hafa fellt samninga VMSÍ og VSÍ og öllum er ljóst að ákveðnar breytingar hafa orðið á hinni skipulegu verkalýðshreyfingu. Rekja má þessar breytingar langt aftur í fortíðina en þó hafa orðið meiri breytingar í rótinni á ákveðnum ögurstundum í verkalýðssögunni en í annan tíma. Þannig breyttust viðhorf mjög margra til verkalýðs- baráttu haustið 1984 með afleiðingum sem enn eru að leita sér kraftbirtingar. Nú er svo komið að hin hefðbundna forysta launamannasamtakanna gefur ekki lengur tóninn í kjarabaráttunni heldur sækir fólkið rétt sinn heima í héraði. Ástæðan er öðru fremur sú, að á síðustu árum hefur færst í vöxt að í kjarasamningum er samið um lágmarkslaun hinna ýmsu hópa meðan markaðslögmál hafa séð um bróðurpart launanna. Gagnrýnendur verkalýðsforystunnar hafa á undanförnum árum varað við þessari þróun, sem trúlega er orðið of seint að sporna við; hin skipulega verkalýðshreyfing semur ekki lengur um laun fólksins, nema þeirra sem eru á allra lægstu laununum. Það hefur einnig leitt til þess að mikilvægi forystunnar, þeirra sem semja, hefur orðið æ minna fyrir þorra launafólks. Miðstýringin og kontórhyggjan sem einkennt hefur samningsgerð undanfarinna miss- era hefur beðið skipbrot. Gagnvart gömlu forystunni hefur myndast meira og minna sjálfsprottin andstaða, sem er leiðandi í yfirstandandi kjarabaráttu. Það er einnig rökrétt að verkalýðsfélög á landsbyggðinni, hefðbundin láglaunafélög hafi ákveðna forystu í yfirstandandi átökum. í þeirri þróun sem hér hefur verið imprað á, hafa konur farið einkar illa út úr samanburði. Það er því bæði rökrétt og táknrænt að Snótarkonur í Vestmannaeyjum hafi gefið tóninn að þessu sinni. Vinnuveitendasamband íslands á erfitt með að horfast í augu við þá þróun sem orðið hefur. Sambandið leggur sig í líma við að viðhalda hinu miðstýrða samningaviðræðubákni í Garðastræti. Og stjórnmálaflokkarnir eru smeykir við að hrófla við því opinberlega. Það er nefnilega þægilegt fyrir ríkisstjórnarflokka hverju sinni að geta gengið frá málum í Garðastræti. En það er farið að falla á „Garðastrætisrómantfkina“, eins og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir orðaði það nýlega. Ámeðal hinna nýju verkalýðsleiðtoga hafa menn eins og Björn Grétar Sveinsson lýst því yfir að inn í Garðastræti fari þeir aldrei aftur. VSÍ hefur haft tögl og hagldir í hýbýlum sínum við Garðastræti og rígheldur nú í „Garðastrætisrómantíkina". A hinn bóginn er fjöldi atvinnurekenda út um allt land, sem bæði vilja og telja bráðnauðsynlegt að laun þeirra lægst launuðu t.d. í fiskvinnslu verði hækkuð. Við rekstur fyrirtækjanna líta margir atvinnurekendur á launakostnað sem eðlilegan rekstrarþátt, og eiga góð og prúðmannleg samskipti við launafólk. Á smærri stöðum á landsbyggðinni eru þeir einatt í meiri nánd við launafólkið, í daglegri og eðlilegri umgengni við það og vita þess vegna betur hvað klukkan slær. Slíkir atvinnurekendur vilja semja um mannsæmandi laun, telja það einfaldlega óhjákvæmilegt. Miðstýringin kann því að brotna niður víðar en í hinni skipulegu verkalýðsheyfingu með því að atvinnurekendur vilji semja heima í héraði. Hvorki atvinnurekendur í Grindavík né konurnar í Vestmanna- eyjum eru ein á báti. Óskar Guðmundsson Útgefandi: Félagsútgáfan h.f. Vesturgötu 10, box 1752,121 Reykjavík, sími 621880. Stjórn Félagsútgáfunn- ar: Svanur Kristjánsson, Björn Jónasson, Asgeir Sigurgestsson, Jóhann Antonsson, Pétur Reimarsson. Varamenn: Ámi Sigurjónsson, Brynjar Guðmundsson. Framkvæmdastjóri: Ólafur Sigurðsson. Ritstjóri Þjóðlífs: Óskar Guðmundsson. Ritstórnarfulltrúi: Ómar Friðriksson. Blaðamaður: Hrafn Jökuls- son. Erlendir fréttaritarar: Arthúr Björgvin Bollason (Munchen), Ásgeir Friðgeirsson (London), Einar Karl Haraldsson (Stokkhólmi), Guðrún Helga Sigurðardóttir (Finnland), Ingólfur V. Gísla- son(Lundi), Jón Asgeir Sigurðsson (New Haven), Ragnar Baldursson (Tokyo). Innlendir fréttaritarar: Jóhannes Sigujónsson (Húsavík), Páll Ásgeirsson (ísafjörður), Smári Geirsson (Neskaupstaður), Sveinn Helgason (Selfoss). Auglýsingar: SteinunnÁsmundsdóttirogfleiri. Útbreiðslustjóri: Hrannar B. Arnars- son. Skrifstofustjóri: Birgitta Jónsdóttir. Sctning, umbrot, Fdmuvinna, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar Kópavogi. Áskriftasími: 621880. Auglýsingasímar: 26450 og 28149. Dreifing: Ævar Guðmundsson, sfmi 38828 og bílasími 985-23334. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.