Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 7

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 7
INNLENT Hiðumdeildahúsað Fannborg2. Bæjarskrifstofureruá4. hæð.tæknideildbæjarinsá 3. hæð en félagsheimilið á 1. og 2. hæð. Endurbygging Félagsheimilis Kópavogs Kostnaður á annað hundrað milljónir Áætlað er að kostnaður við verkið sé yfir 100 milljónir. Heildarframlag bæjarins til hússins þó mun hærra sé reksturinn og leigan tekin í dæmið. „Eftirlitsskylda bæjarfulltrúa hefur brugðist.“ Stjórn félags heimilisins gagnrýnd fyrir tíðar fundasetur. í febrúar var haldin glæsileg menningarvika í Kópavogi. Hátíðin fór fram í nýendurbyggðum sal á 1. hæð Félagsheimilis Kópavogs sem er veglegur í alla staði. Það sem skyggði hins vegar á gleðina var að kostnaðurinn við breytingar og endurbætur á félagsheimilinu er að margra mati miklu hærri en menn áttu von á. Heildarkostnaðurinn, framreiknaður eftir byggingavísitölu,var sagður 93 milljónir. Skv. upplýsingum tæknifræðings bæjarins sem annaðist eftirlit með fram- kvæmdunum, er þó hér eingöngu um gróft áætlaða tölu að ræða, kostnaðarliðir á síðasta ári og yfirstandandi ári liggja ekki endanlega fyrir. Aðrir heimildamenn staðhæfa að kostnaðurinn sé nær því að nema 108 til 110 milljónum. Aðspurðir útiloka forsvarsmenn bæjar- sjóðs ekki að dæmið geti orðið á þann veg en það er flókið og á sér sérstæða forsögu. 7

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.