Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 11

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 11
INNLENT Skúli Sigurgrímsson bæjarfulltrúi Framsóknar- flokks: Sá bráðabirgðatölur í haust „Ég sá eitthvert bráöabirgðauppK.jör í haust en hef ekki séð neinar tölur síöan. Ég var í bæjarst jórn á sínum tíma þegar ákveðiö var að fara út í þetta og viö gerðum okkur alveg grein fyrir því aö það yröi dýrt að gera upp þetta gamla húsnæði svo jjað kemur mér ekkert á óvart þó að tölurnar sýni að þetta hafi orðið kostnaðarsamt“, segir Skúli Sigur- grímsson fulltrúi Framsóknar í bæjarstjórn Kópavogs. Aðspurður um hvort eftirlit bæjarfulltrúa hafi verið nægilegt sagði Skúli: „Við fylgd- umst töluvert með þessu og fengum alltaf greinargóðar upplýsingar um það sem verið var að gera á hverjum tíma, en þetta mál er bara enn eitt dæmið um það hversu óhag- kvæmt það er að gera upp gömul hús“. Og um rekstrarfyrirkomulag í framtíðinni sagði Skúli: „Ég held að það sé eðlilegt að taka samninginn frá 1982 til endurskoðunar og gera sér grein fyrir því hvort ekki þurfi að breyta einhverju í honum". Bragi Mikaelsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks: Varð dýrara en gert var ráð fyrir „Það er alltaf dýrt að endurbyggja gömul hús en mitt mat er það að fyrst tekin var sú ákvörðun að endurbyggja Félagsheimilið þá sé þetta niðurstaða sem við getum sætt okkur við, og það er ekki um neina óreiðu eða bruðl að ræða þarna", segir Bragi Mikaelsson sem situr í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðismenn. „Að sjálfsögðu skal ég viðurkenna að þetta er dýr framkvæmd og ég býst ekki við að bæjar- fulltrúar hafi gert ráð fyrir að þessi kostnað- ur yrði svona mikill. Bragi segist vera reiðubúinn að taka til endurskoðunar hvaða rekstrarform verður haft á í framtíðinni. „Það hefur líka orðið sú breyting á nú að það er kornin mikil sam- en gert keppni í rekstur húsnæðis fyrir samkvæmis- hald. Auk þess er ég á þeirri skoðun að bær- inn eigi að stuðla að menningarstarfsemi í bæjarfélaginu". Bragi tekur undir það að ekki hafi verið fullmótað í upphafi hvernig haga ætti skipt- ingunni á milli stjórnsýsluhæðanna annars vegar og Félagsheimilisins hins vegar. „Sennilega hefði verið skynsamlegast að Kópavogskaupstaður tæki alfarið yfir þetta hús og byggði síðan sérstaka menningarmið- stöð. Þá hefði mátt nýta peningana betur", segir hann. Telur Bragi hæpið að segja að eftirlitsskylda bæjarfulltrúa hafi klikkað á meðan framkvæmdir stóðu yfir. „en það varð ljóst fyrir fáum árum að þetta yrði dýr- ara en menn ætluðu og ástæðan fyrir seinkun var sú að bæði var gert meira í endurbótun- um en hugsað var þegar kaupsamningurinn var gerður og svo varð að haga framkvæmd- um eftir föstum fjárveitingum á hverju ári". Guðmundur Oddsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks: Glórulaust dœmi „Ég fæ ekki skilið hvernig menn fá út 93 milljónir því ég veit ekki betur en að reikn- ingar fyrir síðasta ár séu ókomnir. Ég sit sem varamaður í stjórn Félagsheimilisins og þekki þessi mál því nokkuð vel", segir Guð- niundur Oddsson fulltrúi Alþýðuflokks í bæjarstjórn Kópavogs. „Ég skal þó vel viður- kenna að þetta er rosalega dýrt og það er nánast glórulaust dæmi að fara út í endur- byggingu gamalla húsa. Hvað Félagsheimilið varðar verður þó að skýra þetta allt með hliðsjón af fortíðinni. Þarna á sér raunveru- lega stað uppgjör við aðildarfélög FK. Bær- inn keypti 3. hæð hússins og byggði 4. hæö- ina ofan á og er jafnframt 50% eignaraðili að Félagsheimilinu á neðri hæðunum. Þarna er því verið að greiða fyrir 3. hæðina. Um eftirlitsskylduna segir Guðmundur: „Við bæjarfulltrúarnir vorum auðvitað oft að velta þessum málum fyrir okkur, en vor- um þó aldrei beinlínis í því að fylgjast með innréttingunni og að meta þarfi félaganna með tilliti til þess. Þetta átti að vera fjölnota salur og þess vegna fettum við ekki fingur útí það t.d. að setja upp færanlegt svið fyrir leikfélagið o.s.frv. Við vissum hvað var verið að gera en vorum ekki að skipta okkur af hverjum verkþætti. Eftir á má sjálfsagt alltaf segja að eftirlitið hefði mátt vera meira en ég tel ekki að það hefði breytt neinu. Nú liggur fyrir að ganga svo frá að samn- ingnum verði fullnægt. Uppgjörssamning- num verður lokað og rekstrarsamningurinn verður skoðaður. Það er alveg klárt að bær- inn fer ekkert að sjá algerlega um reksturinn eftir að samningnum er fullnægt. Þetta sam- krull er svo erfitt að nú verður bara að reka FK sem sjálfstæða stofnun". Valþór Hlöðversson bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalags: Ódýrara að nýtt hús „Þegar ég kom að bæjarmálunum eftir kosningarnar 1986 fórum við sem vorum ný- liðar í bæjarstjórn að athuga kostnað við þessa framkvæmd. Það var Ijóst þá og er ljóst í dag, að þetta er mjög dýr framkvæmd en þarna sannast enn að þegar upp er staðið eftir endurbyggingu gamals húsnæðis, þá sjá menn að það var sennilega ódýrara að byggja nýtt frá grunni", segir Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalagið. „Ekki er hægt að koma auga á bruðl eða óráðsíu í þessu máli en ég dreg enga dul á að mér finnst að þarna sé alltof mörgum milljónum veitt á einn stað. Sennilega hefði fyrri bæjarmeiri- hluti aldrei lagt út í þetta ef menn hefði órað fyrir því hvað endanlegir reikningar yrðu háir". Valþór segir að vissulega hafi bæjarfull- trúarnir haft eitthvað eftirlit með þessari framkvæmd og að tæknifræðingur bæjarins sem hafði eftirlit með verkinu hafi lagt fram ítarlega útreikninga um stöðu mála þegar þess var óskað. „Ég held að eftirlitið, a.m.k. síðustu tvö ár, hafi verið gott, ekki síst vegna þess að við vissum orðið að þetta var komið í háar upphæðir. Þessa dagana eru þessi mál til umfjöllunar hjá meirihlutanum í bæjarstjórn. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort eitthvað verður gert í þessum málum en mín skoðun er sú að nú eigi að fara fram formlegt uppgjör á þessu dæmi og tekin ákvörðun um að ráða framkvæmdastjóra að félagsheimil- inu til að sjá um reksturinn. Ég vantreysti ekki stjórn FK heldur tel ég að þarna séu svo miklir hagsmunir í húfi og mikið starf fram- undan að það verður að hafa framkvæmda- stjóra. í upphaflega samningnum er gert ráð fyrir að húsið skuli rekið af stjórninni en að bærinn greiði allan hugsanlegan hallarekst- ur. Þess vegna er ástæða til að bærinn gangi þannig frá þessu að hugsanlegur halli verði sem allra minnstur". byggja 11

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.