Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 22

Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 22
INNLENT ,.^a * ábÉk Fimm bílasímanotendur; Jón Kristjánsson, Egill Jónsson, Pálmi Jónsson, Stefán Guðmundsson og Páll Pétursson. Þeir hafa allir þegið síma í bíla sína. Hver sími kostar um hundrað þúsund krónur. Alþingismenn Fjölgar nú símunum Nú hafa tíu alþingismenn þegið síma í bíla sína. Koma úr öllum flokkum nema Kvenna- lista. Fimmtán símar hafa verið keyptir. Kostnaðurinn nálgast tvær milljónir. Kostn- aðurinn er bókfæröur sem skrifstofukostn- aður alþingis. Þjóðlíf sagði frá því í síðasta tölublaði að skrifstofa alþingis hefði fjárfest í tíu bílasím- um að andvirði einnar milljónar króna. Þá höfðu fimm þingmenn þegið síma í bifreiðar sínar: Karl Steinar Guðnason, Alþýðu- flokki; Jóhann Einvarðsson, Framsóknar- flokki; Eggert Haukdal, Sjálfstæðisflokki: Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi og Óli Þ. Guðbjartsson, Borgaraflokki. Þessar upplýsingar Þjóðlífs komu mjög á óvart í ljósi þess að síðasta haust var horfið frá því að kaupa bílasíma handa öllum þing- mönnunum, enda vöktu þær hugmyndir upp mótmæli, utan þings og innan. Þjóðlíf upp- lýsti að símarnir væru í orði kveðnu keyptir af skrifstofu alþingis, sem síðan „lánaði" þá einstökum þingmönnum. Og skrifstofa alþingis hefur ekki látið sér nægja símana tíu, enda mun eftirsókn þing- manna vera talsverð. Samkvæmt heimildum Þjóðlífs hafa fimm þingmenn til viðbótar þegið síma í bíla sína: Jón Kristjánsson, Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson, allir úr Framsóknarflokknum, og Sjálfstæðismenn- irnir Pálmi Jónsson og Egill Jónsson. Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri alþingis, tók í upphafi ákvörðun um kaup á bílasímun- um í samráöi við Þorvald Garðar Kristjáns- son, forseta sameinaðs þings. Friðrik aftók í samtali við Þjóðlíf að sérstaka fjárveitingu þyrfti til að kaupa símana. Að hans sögn verður þessum útgjöldum bætt við skrif- stofukostnað þingsins. Friðrik kvað ólíklegt að margir símar yrðu keyptir til viðbótar, en sagði ennfremur að engar sérstakar reglur hefðu verið settar um það hverjir fengju síma og hverjir ekki. Bílasímamálið hefur farið mjög hljótt. Enginn þingmaður hefur gert athugasemdir vegna þessa, en mögulegt er að Kvennalist- inn hugsi sér til hreyfings. Margir viðmæl- enda okkar utan þingsins töldu enda ákaf- lega ómóralskt að eyða milljónum í „heimil- istæki" til einkanota fyrir þingmenn á sama tíma og stjórnvöld boða þegnunum sínum samdrátt á flestum sviðum. Það verður líka að teljast mjög líklegt að fleiri þingmenn vilji síma í bíla sína en þeir tíu sem þegar hafa fengið þá. Þannig er útlit fyrir að milljónum til viðbótar verði varið í bílasíma þing- manna. hj. SENDIBÍLASTÖÐIN HF. BORGARTÚNI 21 SlMI 25050 REYKJAVÍK T raustir menn 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.