Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 26

Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 26
B A R N A L í F Páskarnir eru í byrjun apríl. Þessi fugl er næstum því eins og fljúgandi páskaegg. Meikorka 6 ára teiknaði hann og hann gæti alveg verið „guli páskafuglinn" sem smásagan er um. Guli páskafuglinn Smásaga eftir ungan austurbæing Einu sinni voru tvær 5 ára stelpur sem voru óttalegar ótuktir. Þær hétu Klara og Helga. Þær sáu lítinn gulan fugl upp í tré og vildu eignast fuglinn. Þær fóru til afa síns og báðu hann að lána sér stiga. — Hvað ætlið þið að gera með stiga? spurði afi. — Við ætlum að príla upp í tré, sögðu stelpurnar. — Ég vil ekki hafa það, saði afi og fór burt. En vegna þess að Klara og Helga voru svo miklar ótuktir þá tóku þær samt stigann og fóru og tóku litla fuglinn og settu hann í búr. Fuglinn fór að kjökra og vildi komast út. Þá skildu Klara og Helga að þær höfðu verið vondar við fuglinn og fóru líka að kjökra. Þær hleyptu fuglinum út og hann flaug strax í burtu. Síðan komu páskarnir og þá fengu Klara og Helga páskaegg með gulum fuglum ofaná og það fannst þeim miklu betra og urðu voða glaðar. (Þessa sögu fengum við frá 5 ára stelpu sem er kölluð Bimba og býr í Reykjavík). Brandarar Einu sinni var maur sem var alltaf að stríða fíl. Loks fékk fíllinn nóg og skeit ofan á maurinn. Eftir langa mæðu skreiddist maur- inn undan hlessunni og sagði: Æ. Beint í augað! (Þennan brandara sendi Maron Jónasson í Vatnsdal í AusturHúnavatnssýslu). (Frá Helgu fengum við senda tvo „at- ómbrandara1'): Veistu að það var einu sinni maður sem synti svo hratt að sundskýlan varð eftir? Og veistu að einu sinni var Palli einn í heiminum? — Þá hringdi síminn... Kári litli fór til tannlæknis í fyrsta skipti á ævinni. Þegar hann kom heim spurði mamma hans hann hvort honum væri ennþá illt í tönninni. — Það veit ég ekki, hún er hjá tannlæknin- um. Spurningakeppni 1. Hvað gerir Stjána bláa sterkan? 2. Hvað heitir stærsta eyja heims? 3. Hver söng lagið Hægt og hljótt í Evrópusöngvakeppninni? 4. Hvaða lið er nýorðið íslandsmeistari í handknattleik kvenna? 5. Fyrir hvað er Woody Allen frægur? Skrifið svörin á blað og sendið í umslagi, merkt: Barnalíf. Vesturgötu 10. Pósthólf 1752. 101 Reykjavík. Dregið verður úr réttum lausnum og vinn- ingshafinn fær send verðlaun frá Barnalífi. Dregið hefur verið úr réttum lausnum í spurningakeppni sem efnt var til í síðasta tölublaði Barnalífs. Vinningshafi er Hclga Kolbeinsdóttir, Miðtúni 8. 710 Seyðisfirði. Fær hún senda bók í verðlaun. Rétt svör í spurningakeppni Barnalífs, 2. tölublaði, 1988. 1. 3. 2. Arnór Guðjonsen. 3. ída. 4. Sem, Kam og Jafet. 5. Sporðdrekinn. 6. Fokker Friendship. 7. Tobbi. 8. Jón Ólafsson. 9. Seoul í S-Koreu. 10. Pólland. (Árni Páll, 9 ára, Akureyri). — Ertu með grísatær spurði maður af- greiðslusúlkuna í kjötbúðinni. — Já, svaraði stúlkan. — Er ekki erfitt að klæða sig í sokkana á morgnana? Krakkar! Þið skulið endilega senda okkur sögur, brandara, gátur og teikningar sem við birtum í Barnalífí. Látið nöfn, aldur og heini- ilisfang fylgja með. Utanáskriftin hjá okkur er: Barnalíf. Vesturgötu 10. Pósthólf 1752. 101 Reykjavík. 26

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.