Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 31

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 31
VIÐSKIPTI sviðs. En það er einnig rætt um að fá mann eða menn utan fyrirtækisins. Heggur Eimskip á hnútinn? Vandamál stjórnenda Flugleiða um þessar mundir felast aðallega í þremur atriðum: 1) Slæm rekstrarafkoma -aðallega í N-Atlants- hafsfluginu. 2) Afar dökkar framtíðarhorfur í flugrekstri á alþjóðavettvangi. 3) Þeir virð- ast ekki hafa neina möguleika á að benda á raunhæfar leiðir út úr þessum vanda. Hvað er þá til ráða? Margir viðmælenda okkar voru þeirrar skoðunar að í stöðunni væri erfitt fyrir stærsta hluthafann að sitja með hendur í skauti. Það kæmi hvort eð er að því að Eimskip þyrfti að láta hlutaféð tala í þessu firma — og það eitt hluthafa gæti hjálpað til við lausnir út úr bæði bráðavanda og framtíðarvanda Flugleiða. Annars ætti Eimskip (eins og aðrir hluthafar) á hættu að tapa miklum fjármunum. Þeir sem spáðu á þennan veg í stöðuna — töldu líklegt að inn- an skamms myndi Eimskip höggva á hnútinn innan Flugleiða. Óskar Guðmundsson Nafnarnir Sigurður eldri og Sigurður yngri eiga heitt haust í vændum ef ekki fer að birta til í rekstrinum. 31

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.