Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 32

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 32
VIÐSKIPTI „Um gervalla veröld tendra nú félagar okkar innan B.P.W. hreyfingarinnar þau hin sömu Ijós og við tendrum hér í kvöld. Megi þau lýsa leið til friðar, framfara og jafnréttis allra íbúa þessa heims“ sagði Helga Ágústsdóttir formaður Félags starfandi kvenna. Hér er hún ásamt Valgerði Björgvinsdóttur og Þórunni Elvu Guðjohnsen að kveikja á kerti „framtíðar og framfara". Á sama tíma var verið að kveikja á kertum í félagsdeild- um um allan heim. Sigurlín Scheving formaður Flugfreyjufélagsins og Valgerður Þorsteinsdóttir banka- fulltrúi. Kvöldstund starfandi kvenna Litið við á kvöldfundi Félags starfandi kvenna „Okkur líkar vel að vera innan um hver aðra. Fundirnir eru góðar samkomur sem vekja okkur til umhugsunar um stöðu okkar í atvinnulífínu og veita okkur ómælda skemmtun og allsherjar fræðslu“, sagði ein kvennanna í BPW á íslandi. „Business and Professional Women“, Félag starfandi kvenna var stofnað 1930 í Genf og áttu fulltrúar 16 þjóðlanda þátt í að draumur miljóna kvenna um allan heim varð að veru- leika. Þó dreymdi Dr. Lenu Madesin Phillips stærsta drauminn. Lena Madesin Phillips var upprennandi píanósnillingur. Hún hafði unnið að því hörðum höndum alla sína æsku að verða góður konsertpíanisti og var á góðri leið með 32

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.