Þjóðlíf - 01.03.1988, Síða 41
MENNING
Gömul kona með pissandi Amor. (Koparstunga eftir Joachim von Sandrat 1606-1688).
1688).
hagleik vitni, er koppur frá 18du öld, prýdd-
ur mjúkri leðursetu, sem á er fest afrennslis-
pípa með skrúfuðu loki.
Dæmi um þá alúð, sem koppasmiðum
fyrri alda var tamt að leggja í verk sín, eru
þeir pottar, sem ætlaðir voru konum. Þeir
eru með nokkuð öðru lagi en hringlaga
karlakoppar og einna líkastir sósuskálum.
Það mun hafa verið fyrrnefndur sólkonung-
ur og koppavinur, Lúðvík XIV., sem átti
frumkvæði að smíði þessara nettlegu kven-
koppa, sem kallaðir eru bourdalous. Nafnið
er sótt til franska jeúítaprestsins föður
Bourdaloue, en sá var prédikari við hirð
Lúðvíks XIV. Hann þótti svo kyngimagnað-
ur kennimaður, að konur flykktust í hópum
til að hlusta á hann prédika. Klerkur var
vanur að fara á kostum og svo fullur af heil-
ögum móði, að ræður hans drógust mjög á
langinn. Hefðarfrúrnar gripu því til þess ráðs
að hafa þessar snoturlegu sósuskálar við
höndina og smeygja þeim undir kápur sínar,
ef þörf var á, svo að þær þyrftu ekki að
bregða sér frá í miðri prédikun.
Þess eru fleiri dæmi, að menn hafi notað
koppinn í þessu sama skyni á öldum áður. Á
þeim dögum, þegar breska heimsveldið var
og hét, var það alsiða, að ræðumenn í breska
þinginu hefðu fagursmíðaða silfurkoppa
undir sætum, svo að þeir þyrftu ekki að yfir-
gefa salinn í hita baráttunnar. Þessi viðleitni
til að koma á náttúrulegu jafnvægi milli
stjórnsýslu og meltingar var ekki bundin við
Evrópu eina. Sagan segir, að landshöfðing-
inn í Rampúr á Indlandi liafi látið koma fyrir
gullkoppi undir hásæti sínu, svo að hann
Koppurfrá síðustu öld, sérhannaðurfyrir
fólk með ofurnæmt þefskyn. Með skrúf-
ganginum er hægt að loka innihaldið
þann veg af, að ekki finnst svo mikið sem
eimur af þeirri lykt sem ella fylgir inni-
haldi næturgagna.
neyddist ekki til að stíga niður af veldisstóln-
um. þegar verst lét.
Það var einnig algengt í Rómaveldi til
forna. að ríkir borgarar létu þræla sína
standa með koppana í viðbragðsstöðu, þegar
þeir fvlgdust með kappleikjum. Þessir þörfu
gripir voru líka stundum notaðir í framand-
legum tilgangi. Þar má nefna atriðið í skop-
leik gríska skáldsins Aristófanesar, Lýsist-
rötu, þar sem uppreisnarkonur niðurlægja
karla sína með því að dengja innihaldi nætur-
gagnanna framan í þá. Sá siður að tæma úr
koppum yfir gesti og gangandi olli því á öld-
um áður, að ráðamenn sáu sig tilneydda að
banna þess konar háttalag með lögum.
Sem dæmi má nefna, að á fyrri hluta 18du
aldar gaf herkóngurinn Friðrik Vilhjálmur I.
út þá tilskipun, að Berlínarbúar mættu ein-
ungis tæma koppa sína að næturlagi og á
sérstökum stöðum í borginni. I því skyni að
fjarlægja haugana sem mynduðust voru 28
hestvagnar látnir vera á ferð um götur borg-
arinnar um nætur.
Hvað sem öllum óþrifnaðar- og koppasög-
um líður, er ótvírætt, að lögfræðingurinn
Manfred Klauda hefur unnið þarft verk með
því að safna þessum merku pottum saman í
einn stað. Koppasafnið ber því vitni, að
menn hafa lagt bæði alúð og fádæma hug-
kvæmni í smíði þessara lítilsvirtu gripa. Á
mörgum koppanna skarta fagrar og litskrúð-
ugar myndir, auk þess sem þeir virðast tíðum
hafa örvað orðheppna hagyrðinga til dáða.
Til marks um hvetjandi áhrif koppsins á
skáldgáfuna er eftirfarandi áletrun, sem
finna má á bæheimskum postulínskoppi frá
18du öld: „Driickt Dich Kummer und Leid/
Setz Dich auf Mich, dann wirst Du befreit",
— sem í íslenskri þýðingu hljóðar eitthvað á
þessa leið: „Angri þig sútur og sálarkveisa/þá
sestu á mig, ég mun vandann leysa".
Arthúr Björgvin Bollason/Miinchen
41