Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 59

Þjóðlíf - 01.03.1988, Page 59
Bretland ERLENT Islendingar þurfa á rannsóknar- þingmanni að halda . . . „Mér skilst að núna sé mikil þörf fyrir rannsóknarþingmann, sem stingur á meinsemd- um samfélagsins á íslandi". Campell-Savours fylgist lítillega með íslenskum stjórn- málum, en hann er giftur íslenskri konu. Viðtal við Dale Campell —Savours þingmann breska Verkamannaflokksins, sem kvæntur er íslenskri konu. Orðhvatur, vinsæll rannsóknarþingmaður Dale Campbell—Savours hefur verið þing- maður breska Verkamannaflokksins frá því 1979. Hann er þingmaður fyrir VVorkington í Cumbríu í Norður-Englandi. Hann er kvæntur Reykvíkingnum Guðrúnu Kristínu Runólfsdóttur og þau búa ásamt þremur börnum sínum í Lake District héraðinu sem er í kjördæmi hans. Hann hefur fylgst örlítið með íslenskum stjórnmálum úr fjarlægð, en þó ekki eins gaumgæfilega og hann hefði vilj- að. Þegar hann var spurður uni gildi sam- skipti þingmanna tveggja eða fleiri þjóðþinga svaraði hann því til að það væri allt saman gott og blessað en hins vegar væri hann sjálf- ur ekkert fyrir pólitískt bróderí. Það fer ekkert á milli mála að andstæðar fylkingar innan breska Verkamannaflokks- ins takast nú á. Endurskoðun á stefnuskrá flokksins hófst sl. sumar eftir þriðja kosn- ingaósigur flokksins í röð. Ýmist er talað um að flokkurinn þurfi að hverfa aftur til hins sósíalíska uppruna síns eða að hann þurfi að aðlaga sósíalísk grundvallaratriði að nútíma- samfélagi. Margt bendir til þess að flokksfor- ystan hugi frekar á hið síðarnefnda. Tony Benn, einn helsti talsmaður vinstri arms flokksins, hefur hafið harða gagnrýni á flokksforystuna. Inntak gagnrýni hans er, að Neil Kinnock, flokksleiðtogi og hans menn selji sósíalismann fyrir atkvæði. Með öðrum orðum að vinsældirnar séu of dýru verði keyptar. Sumir álíta að þessi gagnrýni Benns marki upphafið að framboði hans til leiðtoga flokksins gegn Kinnock. Leiðtogakjör fer fram á flokksþingi í haust, berist einhver mótframboð gegn Kinnock. Eins eru getgát- ur uppi um að John Prescott, þingmaður flokksins frá Hull, hafi hug á að bjóða sig fram til varaformanns gegn Roy Hattersley. Kinnock fínnur ekki mörkin Þegar tíðindamaður Þjóðlífs ræddi við Campbell-Savours á dögunum í þinghúsinu í Westminsterhöllinni, báru þessi átök mjög á góma. „Þetta eru naflaskoðarar", — sagði hann þegar Benn og aðrir sem gagnrýnt hafa flokksforystuna opinberlega, bárust í tal. „Þeir leggja meiri áherslu á sjálfa sig og eigin hugðarefni en hinn raunverulega andstæð- ing, — íhaldið." Það var augljóst að þessir flokksbræður áttu ekki upp á pallborðið hjá Campbell-Savours. „Þeir hafa ekki lært lexíuna sem Thatcher ætti nú að hafa kennt þeim, en það er að einblína á kosningasigur. Neikvæð gagnrýni, nöldur og innanflokks- ágreiningur eykur sundrungu flokksmanna og minnkar sigurlíkur flokksins." Aðspurður hvort þetta væri agaleysi svar- aði hann því til að erfitt væri að krefjast aga í flokki sem byggði á frjálslyndri hefð. „Hug- tökin agi og frjálslyndi eru ekki beinlínis samheiti. Þau fallast ekki í faðma, — en hins vegar er skortur á sjálfsaga. Það sem veldur Neil Kinnock vandræðum er að hann finnur ekki mörkin. Hann veit ekki hversu mikils aga hann getur krafist án þess að misbjóða hinni frjálslyndu hefð.“ Pólitískur umskiptingur Campbell—Savours er pólitískur um- skiptingur. Hann hóf afskipti af stjórnmálum sem íhaldsmaður en tók síðar sinnaskiptum. 59

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.