Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 60

Þjóðlíf - 01.03.1988, Qupperneq 60
ERLENT „Þeir verja hagsmuni sína, og það mega þeir eiga að þeir verja þá mjög vel“, segir Campeli-Savours um breska íhalds- menn, en hann sjálfur er fyrrverandi íhaldsmaður. Það er ein af goðsögnum breskra stjórnmála að íhaldsmenn séu mest á varðbergi gagnvart slíkum mönnum. Sjálfur segist hann þekkja og skilja hug íhaldsmanna og hann hafði skýringu á því af hverju meiri einhugur virtist alltaf ríkja á meðal íhaldsmanna. „Þeir skilja að þeir eiga sameiginlega hagsmuni og þeirra sameiginlegu hagsmunir eru að vernda for- réttindi sín. Á meðan svo er eyða þeir ekki tíma í að rífast sín á milli. Þeir verja hags- muni sína og það mega þeir eiga að þeir verja þá mjög vel,“ — sagði Campbell-Savours með glettnisfullar kiprur í munnvikunum. „Meðlimir Verkamannaflokksins eiga erfitt með að finna sína sameiginlegu hagsmuni," — hélt hann áfram. „í flokknum eru allskon- ar fylkingar og öfl sem teygja hann og slíta í sundur. Þetta fólk skilur ekki að því meira sem togast er á því síður kemst flokkurinn að því marki sem allir ættu að vinna að, — að vinna næstu kosninga." „Þeir verða þurrkaðir út,“ sagði Camp- bell-Savours um þann möguleika að Benn og Prescott fari í framboð á móti Kinnock og Hattersley. Hann sagði að þetta yrði ekki nein barátta heldur einungis smá vindhviða. „Ég vona að þeir fari í framboð", sagði hann. „Þá verður þeim rústað opinberlega." „Þetta eru ekki átök á milli hægri og vinstri," — bætti hann við. „Þetta er vantrust og tor- tryggni. Þessir menn munu alltaf gruna alla forystu um græsku." Hann taldi að þessir menn hefðu þá trú að völd væru af hinu illa og að spilling væri óhjákvæmilegur fylgifisk- ur þeirra og því væri ekki hægt að gera þess- um mönnum til geðs. Þessi tortryggni í garð flokksforystunnar virðist ekki bundin við fámennan hóp rót- tæklinga því ef marka má nýlega könnun sem hið virta dagblað „Indepentent11 lét gera, þá eru fjórir af hverjum tíu þingmönnum Verkamannaflokksins vantrúaðir á þá end- urskoðun á stefnu flokksins sem nú á sér stað undir forystu Kinnocks. Campbell-Savours hélt því fram að þær hugmyndir sem kallaðar væru nýjar væru það alls ekki. Þær hefðu alltaf verið til innan flokksins en nú væri munurinn sá að þær hefðu háværa stuðnings- menn og var augljóst að hann beindi orðum sínum að mönnum eins og Bryan Gould, sem er einn af forsprökkum endurskoðunarinn- ar. Gould hefur ekki farið í launkofa með þá skoðun sína að breytinga sé þörf. Á fundi með erlendum fréttariturum í Lundúnum, að viðstöddum tíðindamanni Þjóðlífs, sagði Gould m.a. að flokkurinn þyrfti að endur- skoða í ljósi breyttra tíma, afstöðuna til sam- félagslegra eigna og hvernig best væri að fél- agsvæða þjóðarbúið. Hann sagði að flokk- urinn þyrfti að líta betur á samvinnurekstur, hlutabréfaeign starfsfólks, neytendaþjón- ustu og annað í þeim dúr. Græðgin Dale Campbell-Savours sagði hins vegar að þessar hugmyndir hefðu alltaf verið til innan Verkamannaflokksins. Hann sagði að það væri sama hversu mikið sumir mundu rembast, að hjarta og sál flokksins yrðu ávallt á sama stað. „Flokkurinn byggir, og hefur alltaf byggt, á hefð róttækrar hugsunar sem studd er af verkalýðs- og róttækri milli- stétt," — sagði hann og hugsaði sig um. Hann vildi einnig vara við áhrifum thatcher- ismans á stefnu Verkamannaflokksins. Hann sagði að með stjórnarstefnu sinni hefði Thatcher gert Breta gráðuga. „Hún hefur heilaþvegið þjóðina. Nú hugsa allir um að eignast meiri og meiri pen- inga, peninganna vegna.“ Hann sagði að þegar gætti þessarar græðgi í sumum verka- lýðsfélögum og taldi hann nýleg verkföll í Ford-verksmiðjunum dæmi um slíkt. Hann spáði því að þar sem græðgin ykist sífellt og 60
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.